Félagsmálavæðing kvótahafa

Í tengslum við viðhangandi sparlega yfirlit mbl.is um grein Gústafs Aolfs Skúlasonar, fv. ritara Smáfyrirtækjabandalags Evrópu, um það sem hann kallar "árásir ríkisstjórnarinnar á best rekna sjávarútveg í heimi" vakna nokkrar spurningar:

1) Hvað á Gústaf Adolf við með "best rekna sjávarútvegi í heimi"? Er viðmið hans frá sjónarhóli kvótahafandi útgerðarmanna eða þjóðarhags og almennings? 

2) Er Gústaf Adolf virkilega að halda því fram að fiskveiðar verði stórminnkaðar við Ísland þannig að "sjómenn missi vinnuna" við það eitt að veiðigjald verði hækað og hluti auðlindarentunnar svokölluðu færður frá kvótahöfum til almennings? Hver á að trúa svona málatilbúnaði? Fiskveiðar verða ávallt stundaðar við Ísland meðan fiskur fyrirfinnst.

3) Hvernig í ósköpunum tengist það útfærslu fiskveiðistjórnunarkerfis og upphæð veiðileyfagjalds að "ríkisstjórnin sé svo blinduð af ESB" að mati Gústafs Adolfs? Hann virðist hér gagnrýna ESB-áráttu ríkisstjórnarinnar, en það er nú allt annað mál og mætti hann furða sig sem mest á því og reifa það út af fyrir sig í annan stað.

4) Gústaf Adolf telur að í yfirstandandi aðgerðum LÍÚ felist "ný von fyrir Íslendinga að vernda atvinnu sína". Hvaða Íslendingar aðrir en kvótahafar og sérstaklega gjafakvótahafar, núverandi hirðar auðlindarentunnar, gætu talið það "von" fyrir sig?

5) Það væri í dúr við þá furðulegu áráttu margra íslenskra kjósenda að láta blekkjast til að kjósa gegn eigin hagsmunum ef þeir færu "að taka höndum saman og standa þétt að baki ... útgerðarmönnum ..." við skiptingu arðsins af fiskveiðunum milli kvótahafa og almennings/ríkissjóðs! Er það það sem Gústaf Adolf finnst sjálfsagt að þeir geri?

Af málflutningi Gústafs Adolfs mætti ráða að hann mæli fyrir áframhaldi á því sem kalla mætti "félagsmálavæðingu kvótahafa", svo notað sé hans eigið orð, og að þeir einir fái áfram auðlindarentu þjóðarinnar eins og hún leggur sig fyrir þá smáaura sem þeir hafa verið að greiða í nokkur ár í veiðigjald við mikla kveinstafi; Samhliða því að hluthafar útgerðarfyrirtækja hafa fengið greiddar út fúlgur í arð.
Auðlindarenta sú er drjúgur "félagsmálastyrkur" frá þjóðinni til kvótahafa. Svo virðist sem Gústaf Adolf telji það "skemmdarverk" ef loksins ætti að hrófla við því fyrirkomulagi.


mbl.is Gústaf Adolf Skúlason: Félagsmálavæðing ríkisstjórnarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband