Siðlaus HÁvaxtastefna gegn sumum

Á þessu bloggi hefur margoft verið andæft gegn þeirri hávaxtastefnu  sem rekin hefur verið hérlendis undanfarin ár. Nú eru enn einu sinni uppi hugmyndir um það hjá Seðlabanka Íslands að hækka vexti á nýjan leik "til þess að sporna við verðbólgu"!
Er fólkinu sem fyrir þessu stendur fyrirmunað að skilja eða gegna því að vaxtahækkanir hækka kostnað fyrirtækja og einstaklinga og kynda þar með undir verðbólgunni í stað þess að draga úr henni og gera þungbæra skuldabyrði enn þyngri.
Samtímis eykur það tekjur þeirra sem best standa fjárhagslega, þ.e. fjármagnseigenda.

Ég vitna hér í fyrri pistil um þessi mál frá 12.7.2011, sem greinilega á enn við:

Furðulegar hugmyndir um að hækka stýrivexti, sem seðlabankastjóri viðrar nú í fréttum, gefa því miður vísbendingar um að hann og/eða stjórn Seðlabankans hafi ekkert lært af afleiðingum hávaxtastefnunnar sem komið var á af þeim fyrir tilstilli Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) í kjölfar bankahrunsins 2008.
Ennfremur að fræðingar þar á bæ skelli skollaeyrum við því hvernig vextir virka á rekstur fyrirtækja og heimila og neytendur.
Að minnsta kosti fara þeir ekki eftir hvorki grundvallar hagfræðikenningum um mismunandi viðbrögð við mismunandi tegundum verðbólgu, eins og hagfræðingur Arion banka og Gylfi Zoëga hagfræðiprófessor benda á og útskýra (í viðtengdri frétt mbl.is 12.7.2011), né heldur heilbrigðu innsæi. 

Það ætti að vera augljóst hverjum manni að hækkun vaxta nú, þegar mikill slaki er á efnahagskerfinu og atvinnuleysi mikið og fjárfestingar í lágmarki, myndi gera erfiðan róður fyrirtækja og heimila enn erfiðari og gera út af við enn fleiri.
Ef það er stefna Seðlabankans er þessi vaxtahækkunarógn af hans hálfu náttúrulega skiljanleg.
Hækkun stýrivaxta við þessar aðstæður hefði hins vegar í sjálfu sér engin áhrif til að minnka verðbólguna, en kyndir þvert á móti undir meiri verðbólgu sem einn kostnaðaraukinn til viðbótar við aðrar kostnaðarhækkanir sem áhrif hafa á neysluvöruvísitöluna til hækkunar; Sem síðan leiðir til enn meiri hækkunar á lánum, afborgunum og vaxtagreiðslum.

Hækkun stýrivaxta eflir hag fjármagnseigenda hinna meiri. Hækkun stýrivaxta nú eflir fyrst og fremst þeirra hag, en er öllum skuldurum í óhag, bæði fyrirtækjum og heimilum landsins og þar með efnahagslífi landsins.
Þar sem gjaldeyrishöft eru í gildi eru það ekki gild rök að halda því fram að hækka þurfi vexti til að halda inneignum erlendra aðila kyrrum í íslenska bankakerfinu. Seðlabankinn hækkaði samt stýrivexti í ofurhæðir (eftir að hafa áður hafið lækkunarferli í kjölfar hrunsins) samkvæmt tilmælum AGS þrátt fyrir gjaldeyrishöftin. Það gaf innistæðueigendunum vaxtatekjur sem sliguðum skuldurum var gert að borga í ofanálag við snögghækkaðar verðbætur lána sinna og stökkbreyttar skuldir. Þessari viti firrtu hávaxtastefnu seðlabankamanna, að því er ætla mætti lénsherra erlendra fjármálaafla, þessari aðför að skuldsettu efnahagslífi landsins, þarf að andæfa af krafti og hörku. Hvar eru talsmenn Íslendinga?


mbl.is Spá stýrivaxtahækkun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Björnsson

Inflation er hækkun á meðalverði á á mörkuðum sem selja vöru og þjónstu með söluskatti [vsk, moms, vat]  erlends. Vextir skuldugra sölu aðila er umtalæsverði í vsk myndun hér á landi, sannarlega. Lækka álagniningu með að hækka vexti hluta álagningar sem veldur hækkun á meðaverðum er ekki hægt  erlendis.  Verðbólga getur lækkað ef framboð vex, meir en eftirspurn að mínu mati.  Grunnur hér er of skuldugur til að sérfræðimentum sem byggir  á bjargi og reynslu dugi hér.  Hér verður að setja þá á álagninu og vexti og minnka vaxta hlutan í þjóðartekjum.

Júlíus Björnsson, 13.5.2012 kl. 23:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband