Greiðsluaðstoð við lántakendur leysir ekki verðtryggingarvandann

Guðbjartur Hannesson viðurkennir hér tilvist vanda lántakenda sem stafar af verðtryggingarkerfinu.
Ekki er nóg að viðurkenna vandann eins og Guðbjartur í Samfylkingunni gerir hér og Kristján Þór Júlíusson í Sjálfstæðisflokki gerði í skv. viðtali við hann í gær. Viðeigandi viðbrögð og verk verða  að fylgja.
Eins og kunnugt er hvílir áhætta vegna verðbólgu á verðtryggðum lánum 100% á herðum lántakenda og 0% á lánveitendum. Við Hrunið kom afhjúpaðist vel hversu óréttlátt það fyrirkomulag er gagnvart lántakendum.
Hið snarasta verður að ganga í það verk að leiðrétta hin stökkbreyttu verðtryggðu lán heimilanna sem hlóðu reiknuðum verðbótum á herðar viðkomandi lántakenda við Hrunið og í aðdraganda þess 2008, en við það voru með tilsvarandi hætti sömu reiknuðu upphæðir tekjufærðar hjá lánveitendum á móti. Afleiðingar þessara hækkana á verðtryggðum lánum og þeim forsendubresti sem þar er að baki verður að leiðrétta og bakfæra þessar stökkbreyttu hækkanir um að minnsta kosti helming.

Hugmyndir ríkisstjórnarinnar um að bregðast við þessum hraðvaxandi vanda núna með því aðhækka barnabætur og tilteknar niðurgreiðslur til lántakenda í vanda taka ekki á rót vandans. Verðbólgan heldur samt áfram að hlaða ofan á verðtryggðu lánin og færa fé frá lánþegum til lánveitenda eins og áður með óréttlátum hætti. Ríkisstjórnin væri aðeins að viðhalda þeirri peningamyllu og örva flæði peninga frá lántakendum, almenningi og skattgreiðendum til lánveitenda.

Aðstoð ríkisins við lánþega í greiðslu- og skuldavanda til að halda áfram að greiða af verðtryggðum lánum í stað þess að stuðla að skuldaleiðréttingu er eins og að líma plástur á graftarkýli í stað þess að ráðast að rótum meinsemdarinnar og fjarlægja eyðileggingarmátt hennar.


mbl.is Skuldamál heimila í biðstöðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sammála.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.4.2012 kl. 15:33

2 Smámynd: Óskar Guðmundsson

Það gagnast lítið að lengja reipið hjá þeim sem hangir í snörunni.

Óskar Guðmundsson, 21.4.2012 kl. 23:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband