24.8.2011 | 21:44
Löngu tímabært
Það var kominn tími til að hátt settir fulltrúar íslenska ríkisins tali formlega við Kínverja um gagnkvæm viðskipti milli landanna. Hér er seint betra en allt of seint og fagnaðarefni að loksins skuli hafa orðið af þessu, þótt hér sé "einungis" um einkaaðila að ræða.
Það var hins vegar bagalegt að forsætisráðherrann okkar gat ekki fundið tíma til að hitta æðsta mann Kína í sumar með formlegum hætti til eflingar á viðskiptum og samskiptum milli þjóðanna. Þar tapaðist dýrmætur tími til uppbyggingar viðskipta, að því er séð verður.
En, hér fær utanríkisráðherra vor plús fyrir sína fyrirhöfn. Gott er að hann skuli hafa fundið tíma til þess nú frá annríki sínu á öðrum vettvangi.
Funduðu um fjárfestingar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Utanríkismál/alþjóðamál, Viðskipti og fjármál | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.