Hlýtur að vera skáldskapur

Meðfylgjandi myndir sem sagðar eru teknar í nánasta umhverfi Hafnarfjarðar gætu (ó)hreinlega verið uppspuni Hafnfirðingum til hnjóðs; Svo ömurlegan vitnisburð sýna þær um umgengni íbúa staðarins (og e.t.v. annarra) við sitt nánasta umhverfi í náttúrunni. Er þetta ekki aprílgabb?

Ef þetta er raunverulegur sannleikur og sóðaskapur en ekki skáldskapur vantar einhvern jákvæðan þátt í umgengnisvenjur þeirra sem þarna sóða til og menga og ekki síður eftirlitsþátt í fegrunardeild bæjarins.

Hafnarfjörður er fagur staður frá náttúrunnar hendi, en allir mengandi staðir og umgengniskæruleysi breiða yfir og fela þá fegurð og svína út sómakæra íbúa, sem eru ómeðvitaðir um slíkt athæfi eða andæfa því, með ómaklegum hætti.

Nú þegar hljóta stjórnendur bæjarins að vera búnir að senda mannskap til að þrífa til og uppfræða íbúana um til hvers sorphirðudeilir bæjarins eru.


mbl.is Yfirgengilegur sóðaskapur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Samúel Úlfur Þór

Því miður virðist sem svo að yfirvöldum sé nokk sama hvernig ástandið er þarna.

Þetta kom í fjölmiðla fyrir nokkrum árum og hefur lítið gerst síðan þá.

 Sem betur fer held ég að dæmi um jafn mikinn sóðaskap séu fátíð hérlendis.

kkv, Samúel

Samúel Úlfur Þór, 15.8.2011 kl. 21:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband