Hvað með jöklana?

Mér finnst athyglisvert á þessari gervihnattamynd af Íslandi í dag hvernig jöklarnir líta út. Samanborið við dæmigert skóla-landakort af Íslandi sem hékk uppi á vegg alla daga í mínum skóla á sjöunda áratug 20. aldar með æpandi hvítar og stórar skellur jöklanna finnst mér áberandi hversu þeir hafa skroppið saman; Eins og mig minnir að þeir hafi litið út á gamla kortinu.
Sérstaklega finnst mér Langjökull og Hofsjökull orðnir "veimiltítulegir", að ekki sé minnst á Snæfellsjökull sem nú er orðinn nánast að punkti. Norðurhliðin á Vatnajökli virðist einnig ekki eins bungulaga norður á við eins og var. Þá finnst mér lögunin á Langjökli einnig orðin umtalsvert önnur en áður var.

Ef til vill er myndin af landinu dálítið tognuð á þverveginn og hlutföll þess vegna ekki alveg rétt á að líta hér og einnig gæti hafa tognað á minninu hjá mér, en ég spyr: Hvat es með jöklum?


mbl.is Ísland baðað sól
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband