8.4.2011 | 15:18
Kostnaðurinn við "þægilegt" já-Icesave
Í grein Þórs Saari í Morgunblaðinu, í dag 8.4.2011 s. 21, kemur fram hverjar afleiðingar af samþykki á Icesave-lögunum myndu hafa fyrir ríkissjóð:
"Peningar fyrir greiðslunum á Icesave eru ekki til í ríkissjóði og fást eingöngu með því að hækka skatta eða skera frekar niður og hvor sú leið eða sambland beggja myndi við núverandi aðstæður vera atlaga að grunnstoðum samfélagsins og sennilega ganga endanlega frá öllum möguleikum um hagvöxt."
Þetta ættu "latir" kjósendur að hafa í huga sem ætla sér að samþykkja lögin með já í þjóðaratkvæðagreiðslunni á morgun, af því að þeir "nenna ekki að hafa þetta hangandi yfir sér lengur" eða af því að þeir eru "orðnir hundleiðir á þessu Icesave". - Hvílík rökleysa og dapurlegt viðhorf! Þeir ættu að leggja það á sig að fórna nokkrum mínútum í að hugleiða það sem kemur fram í eftirfarandi, en það ætti að vekja þá til betri vitundar.
Í kosningaumræðuþættinum í Sjónvarpinu um Icesave í gærkveldi, 7.4.2011, kom fram afar mikilvægt atriði í þessu samhengi.
Í panelumræðunum í síðasta hlutanum kom fram í skýru og trúverðugu máli Jóns Helga Egilssonar verkfræðings að ef neyðarlögin yrðu felld úr gildi (mál um það er fyrir dómstólum) myndi reikningurinn til Íslands hækka samdægurs um 351 milljarð kr, en það er tíföld sú upphæð sem "Áfram-fólkið" ásamt fjármálaráðherra telur líklegt að samþykki á lögunum muni kosta. Við þetta myndu erlendar skuldir ríkisins tvöfaldast! - Þetta er hrikalega afgerandi atriði.
Sjá umræðuþáttinn á rúv: http://dagskra.ruv.is/sjonvarpid/4575504/2011/04/07/
Umræða Jóns Helga um þetta atriði hefst á staðnum (klst:mín) 01:21:00
Einnig koma fram í máli Jóns G. Haukssonar ritstjóra mikilvæg atriði um hræðsluáróðurinn um lánshæfismat Íslands verði skuldabagginn ekki settur á ríkið, staður 01:15:30. Um það atriði hef ég fjallað í pistli nýverið og undir það sjónarmið tekur hagfræðiprófessor við Háskóla Íslands.
Þór Saari: Yfirskuldsett hagkerfi þarf ekki erlend lán | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Evrópumál, Stjórnmál og samfélag, Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt 9.4.2011 kl. 02:39 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.