Ekki lokað á fjármagnsflæði til Íslands

Eins og fram kemur í innsæislega trúverðugri grein Jóns Gunnars Jónssonar í Viðskiptablaði Morgunblaðsins í dag, 7.4.2011 s. 7. virðist blasa við að mat alþjóðlegs matsfyrirtækis eins og Moodys um lánshæfi Íslands sé rangt og byggt á vanþekkingu og þar með (e.t.v. óafvitandi) blekkingum og hins vegar, sem skiptir meira máli í reynd, að "alþjóðlegir eru galopnir fyrir íslenska ríkið", eins og segir í grein Jóns.
Kjósendur sem hafa trúað á rök meðmælenda laganna um að "lokað" verði á Ísland að því er fjármagnsflæði varðar verði lögunum hafnað, ættu því að huga að þessu atriði og leyfa sannleikanum að renna upp fyrir sér með því að lesa greinina og pæla í þessum hlutum með eigin hyggjuviti. Einnig ættu menn að velta fyrir sér hversvegna ólmustu meðmælendur laganna halda þessu fram, og hverjir gera það.

Í þessu ljósi er málflutningur Tryggva Þórs Herbertssonar alþm. í Fréttablaðinu í dag, s. 22, haldlítill þar sem hann byggir einna mest á þeirri forsendu að lánshæfismat matsfyrirtækja á Íslandi muni lækka við höfnun Icesave-laganna.
Það sem hann telur í máli sínu þar leiðréttingu á "níu staðlausum staðhæfingum um Icesave" um rök andstæðinga laganna virðist þannig byggja á röngum forsendum.


mbl.is Segir álit Moody's engu skipta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband