Voldugan sáttasemjara eins og Kanada í máliđ

Ég fagna ţessari frétt, enda ritađi ég pistil um ađ fá sáttasemjara í máliđ í ágúst s.l. ţegar Icesave-máliđ var enn ađ klúđrast í ţinginu og menn vissu ekki sitt rjúkandi ráđ og ríkisstjórnin virtist veigra sér viđ ađ rćđa viđ Breta og Hollendinga ein sér - og virđist ţađ reyndar enn ţar sem lítiđ hefur veriđ um frumkvćđi ađ halda málastöđu Íslands á lofti á ţeim bć!
Ţetta ítrekađi ég í viđbótarpistli 10.jan. s.l.

Utanađkomandi sáttasemjari er orđinn nauđsynlegur nú í ljósi ţess ađ Evrópulöndin eru smám saman ađ viđurkenna ţađ opinberlega ađ ţetta snertir ţau öll.
Fleiri lönd eru ţar samsek, ekki síst Bretland og Holland.
Líka ţau lönd (t.d. Ţýskaland) ţar sem bankar gátu ađ ţví er virđist óáreittir lánađ einkabönkum í landi eins og Íslandi upphćđir á viđ margfalda landsframleiđslu landsins.
Ţessir erlendu bankar máttu vita ađ íslensku bankarnir gátu aldrei endurgreitt ţessi lán snögglega ef skyndilega lokađist fyrir lánalínur ţeirra eins og gerđist.
Spyrja má ennfremur í ţví sambandi hvort túlka megi ţessi botnlausu lán ţeirra sem atlögu ađ efnahagskerfi Íslands og hvort ţeir (ásamt bankaráđum og stjórnendum íslensku einkabankanna) séu hreinlega skađabótaskyldir gagnvart íslenska ríkinu sem situr uppi međ skađann af glćfralegum fjármálagjörningum ţeirra!
Í öđrum pistli 28.1.2010 set ég spurningamerki viđ heiđarleika matsfyrirtćkja eins og S&P ţegar ţau birta dóma sína um greiđsluhćfi landa.
Undir ţessi sjónarmiđ tekur fréttaskýrandinn Max Keiser í viđtali í Silfri Egils í dag.

Ég tel ađ heppilegt sé og líklegra til hlutleysis en ella ađ fá annan ađila en Evrópuríki til ađ miđla málum, t.d. einmitt Kanada.

Ríkisstjórnin sér ekki á spil sín fyrir ESB-menguđu andrúmsloftinu og blekkingareyk breskra og hollenskra stjórnvalda ásamt snarvitlausum bresk-hollenskum gleraugum sem ríkisstjórnin hefur tekiđ viđ möglunarlaust af Bretlandi og Hollandi og međvirkandi löndum. Međ ţeim gleraugum hefur ríkisstjórnin lesiđ allt öfugt í ţessu máli eins og af misvísandi kompás. Nú ţarf hún ađ fleygja ţessum gleraugum og tileinka sér réttvísandi baráttuanda fyrir hagsmunum Íslendinga og segja nei viđ kúgun sem leiđir efnahag almennings til glötunar.


mbl.is Kanadískur sáttasemjari?
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband