30.1.2010 | 21:28
Digurbarkalegir þegar heim var komið
Menn stjórnarandstöðunnar, t.d. Bjarni Benediktsson, töluðu digurbarkalega við fréttamann í fréttum Sjónvarpsins í kvöld um viðhorf sín til mótaðilanna í Icesave-málinu, eftir heimkomuna af fundinum í Hollandi þar sem staða málsins ku hafa verið rædd.
Spurning er hvort þeir hafi talað eins stórkarlalega og af sömu djörfung á fundinum og hvort sama skýra afstaða hafi komið fram þar; og útlendingarnir samt tekið því eins og menn "sem hægt er að tala við".
Bjartsýnir eftir fund í Haag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.