Gera sér neyð almennings á Íslandi að féþúfu

Þetta fólk sem þetta hefur gert, ef rétt reynist, nýtir sér aðstöðu sína til gjaldeyrisöflunar á Íslandi til að láta almenning í landinu greiða fyrir gjaldeyrisgróða "sinn" með hærra vöruverði og hærri greiðslubyrði lána en ella væri. Það hefur gert sé neyð Íslendinga að féþúfu. Ekki er hægt að kalla það vini almennings á Íslandi.
Ef íslenskir einstaklingar eiga þátt í þessu svindli, þá svei því hugarfari sem þeir hýsa innra með sér!
Svoleiðis hugarfar hefur Ísland ekki þörf fyrir né þá einstaklinga sem gera sig seka um það. Allra síst nú, þegar þjóðin á í vök að verjast og rær lífróður við að draga björg í bú og til að halda sínu.
Slíkir eru afætur sem hafa svikist undan því sem þeim var trúað fyrir af þjóð sinni. Þeir hafa bruggað landinu ill ráð. Svei því!

En, aðstandendur þessa sænsk-íslenska fyrirtækis eru ekki einir að og gætu ekki hafa átt í þessum viðskiptum ef þeir hefðu ekki fengið gjaldeyri frá Íslandi.
Þeir útflutningsaðilar á sviði sjávarútvegs á Íslandi sem kunna að hafa tekið þátt í þessu ættu að gjalda fyrir með því að verða sviptir aflakvóta, útflutningsleyfum eða slíkum hlunnindum sem þeir hafa fengið úthlutað frá hinu opinbera, þjóðinni, auk annarra refsinga sem við eiga og gerð er grein fyrir af emættismönnunum í þessari frétt.

Þeir sem kunna að hafa komið með gjaldeyri eftir þessum leiðum annars staðar frá, til dæmis "fjársjóðseyjum" í Suðurhöfum þangað sem talað hefur verið um að gjaldeyrir hafi streymt til frá Íslandi fyrir bankahrunið, eru undir sömu sök seldir. Þeir ættu ekki að eiga möguleika á því að kaupa sig inn í íslensk fyrirtæki og íslenskt atvinnulíf með slíkum ránsfeng sem er frá almenningi og erlendum lánardrottnum kominn. Það er ekki siðferðislega rétt.

Nær væri að ná af þeim slíkum fjármunum og skila til upphaflegra eigenda sinna. Þeir mættu hins vegar sjálfir dúsa í sólinni innan um bæjarskranið og götustaurana á Tortúla eða slíkum stöðum í einangrun sinni.

Það er orðið afar brýnt að skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis sjái dagsins ljós svo að almenningur og bankastjórnendur geti farið að móta sér réttari mynd af þeim málsaðilum sem spiluðu áður og vilja spila áfram í íslensku atvinnu- og fjármálalífi.


mbl.is Grunuð um stórfelld gjaldeyrissvik
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Já satt hjá þér við verðum að fara að sjá breytingu til batnaðar og einhver verði sóttur til saka! Hvað með alla þessa peninga sem menn eru að stela hvar eru þeir????????

Sigurður Haraldsson, 29.1.2010 kl. 23:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband