Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
7.7.2011 | 18:03
Lántakar bera alla áhættu - Sanngjarnt?
Verðtrygging lána eins og viðgengist hefur hérlendis undanfarna áratugi byggir á botnlausu óréttlæti.
Það felst í því að lántakar bera ALLA áhættuna af þróun verðlags, 100%, en lánveitendurnir, fjármagnseigendur, bera enga áhættu í því sambandi. Í ofanálag fá þeir sína vexti, sem í þokkabót eru breytilegir í mörgum tilvikum.
Sanngjarnara væri að aðilar skiptu þessari áhættu með sér með einhverjum hætti í ljósi þess að til algjörra undantekninga heyrir að verðhjöðnun eigi sér stað og þá aðeins í einn eða örfáa mánuði hverju sinni. Verðbólga er ríkjandi.
Eygló Harðardóttir alþm., Framsóknarflokki, hefur borið fram athyglisverðar tillögur í tengslum við skiptingu þessarar áhættu milli aðila, en þær virðast ekki hafa náð eyrum þingheims til frekari umræðu og ákvörðunar þar á bæ.
![]() |
Vilja afnám verðtryggingar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.7.2011 | 10:59
Lýðræði eða fasismi
Það er með endemum að umræða um samningsmarkmið Íslands skuli ekki vera eðlileg og með lýðræðislegum hætti þar sem sjónarmið atvinnuvega landsins eru viðruð í bak og fyrir á opinberum vettvangi og í tæka tíð.
Ætlar hinn ESB-innrætti (en sjálfsagt vel meinandi) utanríkisráðherra og samflokksmenn hans og valdasækið ríkisstjórnarfólk að einoka umræðuna og þagga niður í nauðsynlegri umræðu? Ótrúlegur skortur á sjálfsagðri og nauðsynlegri umfjöllun um landbúnaðarmál virðast gefa vísbendingar um að þau viðhorf ríki enn sem komið er.
Þeir sem þykjast einir geta haft vit fyrir þjóð sinni og öðrum með valdboði hafa verið kallaðir fasistar. Versta mynd hans birtist við valdatöku einræðisharðstjóra í krafti hers. Einnig í málatilbúnaði hugmyndafræðinga sem reyna að telja þjóð sinni trú um einræðisleg stefnumál þegar upplausnarástand ríkir í atvinnumálum og þjóðmálum landsins. Um það eru mörg hrikalega slæm dæmi á 20. öld og þarf ekki að fjölyrða um það.
Til fyrirmyndar er að samtök íslenska landbúnaðarins skuli vera búin að láta taka saman samanburð á regluverki Íslands og ESB og kostum og göllum við hugsanlega inngöngu í sambandið.
Spurning er hins vegar hvað tefur aðra atvinnuvegi Íslands eins og sjávarútveg, orkugeirann, iðnað, ferðamál, vinnumál, félagsmál, heilbrigðismál og menntamál.
Hvar eru ámóta skýrslur um stöðu mála hjá þeim?
![]() |
Vilja ræða samningsmarkmið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.6.2011 | 13:16
Hvað þarf kúgunin að ganga langt?
Það er með ólíkindum hve heilu þjóðirnar láta kúgast lengi og mikið áður en þær rísa upp sér til varnar og kollvarpa kúgurum sínum.
Það er með ólíkindum hve blekkingar yfirvalda geta gengið langt og lengi áður en nægilega margir þora að andæfa með viðeigandi hætti og afhjúpa blekkingarnar og blekkingarmeistarana.
Það er með ólíkindum hve hermenn láta leiða sig langt gegn eigin þjóð, gegn eigin ættum og eigin fjölskyldu og eigin börnum áður en þeir beina vopnum sínum að kúgurunum í staðinn og varpa hinum mergsjúgandi afætum af sér.
Kúgaðar og arðrændar og langþjáðar arabaþjóðir kringum Miðjarðarhaf eru loks nú að uppgötva hvað kúgarar þeirra, harðstjórnarnir sem kalla sig þjóðhöfðingja, fursta og kónga viðkomandi landa, hafa verið að aðhafast í áratugi gegn eigin þjóðum: Arðrán, kúgun og þjóðarmorð.
Vonandi tekst þeim öllum að varpa kúgurunum af höndum sér og forðast að harðstjórnarsögurnar endurtaki sig.
Allan tímann hefur restin af heiminum staðið hjá án þess að aðhafast marktækt gegn kúgurunum og ógnarstjórnum þeirra. Sum vestræn ríki hafa meira að segja kynt undir harðstjórunum með viðskiptum við þá án þess að láta sig neinu skipta að arðurinn af viðskiptunum með þjóðarauðlindir landanna renni fyrst og fremst til harðstjórnanna sjálfra, einkahers þeirra og fjölskyldna; til að viðhalda kúguninni.
En, upp birtir um síðir; Það er óhjákvæmilegt. Þótt allt of seint sé eru nú loks að komast á lokastig réttarhöld yfir morðóðri og viti firrtri ógnarstjórn Pol Pots og félaga. Aðrir harðstjórar og þjóðníðingar, þjóðarmorðingjar með sverði eða hrokagikkir með penna, geta bara beðið fyrir sér.
![]() |
Hungur sverfur að Norður-Kóreumönnum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.6.2011 | 18:20
Siglir Ísland inn í nýtt umhverfi réttvísandi?
Þessi síendurteknu tákn í fréttum af heimsviðskiptum um stórkostleg tækifæri fyrir íslenskt efnahagslíf og atvinnulíf eru í dúr við pælingar mínar í ýmsum pistlum um þessi efni og grein í Morgunblaðinu 11.5.2009, og koma mér því ekki á óvart. En, skyldu þau koma stjórnendum íslenskra atvinnu- og efnahagsmála á óvart?
![]() |
Ísland að sigla inn í nýtt umhverfi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
3.6.2011 | 14:37
Endurtekin tákn og gæfa Íslands
Fréttir um vaxandi eftirspurn í heiminum eftir matvælum og öðrum hráefnum og þar af leiðandi hækkandi verð á hinu sama eru endurtekin tákn um sterka og batnandi stöðu Íslands sem framleiðanda og seljanda á þeim vettvangi.
Eins og ég bendi á í "jómfrúarbloggi" mínu um þessi mál höfum við á hendi flesta framleiðsluþætti sem þarf til vaxandi hagsældar og farsældar:
Landgæði og mikla stækkunarmöguleika ræktanlegs lands til stóraukinnar matvælaframleiðslu til útflutnings, ofgnótt ferskvatns, tiltölulega litla mengun, arðbæra matarkistu í fiskiauðlindunum kringum landið sem hægt er að gera enn þjóðhagslega hagkvæmari með frekari fullvinnslu, ódýra innlenda raforku og mikla möguleika til frekari orkuöflunar, hátt menntunarstig almennings og dýrmætt verkvit, þrautsegju og vilja til að vinna. Ekki síst er lega landsins að verða sífellt mikilvægari í tengslum við alþjóðlegar siglingar um Norðurpólinn og þjónustu við þær og auðlindavinnslu á Grænlandi. Og, við erum enn frjáls og höfum enn til þess aðstæður til að gera milliríkjasamninga um viðskipti við hvaða land eða viðskiptablokk í heiminum sem er.
Hins vegar eigum við því miður líka möguleika á að klúðra þessum stórfenglegu möguleikum okkar með rangri stefnumörkum og röngum aðgerðum óviturra eða annarlegra stjórnvalda sem ekki láta stjórnast af þeirri viðleitni að hámarka framgang heildarhagsmuna þjóðarinnar eða sem eru blind á í hverju þeir hagsmunir felast.
Vonandi tekst ávallt að bægja þeirri hættu frá um framtíð alla.
Þess vegna skiptir afgerandi miklu máli að það fólk sem velst til stjórnunar á landsmálunum á Alþingi og í ríkisstjórn sé góðum kostum búið sem íslenskir þjóðfélagsþegnar.
Lítt menntað eða reynslulítið eða að öðru leyti óviturt fólk eða fólk sem er of bjagað af þröngum sérhagsmunum tiltekinna þjóðfélagshópa eða eiginn hégóma ber þó ávallt með sér þá yfirvofandi ógn að illa takist til og illa fari að óþörfu.
Vonandi bera Íslendingar gæfu til þess í framtíðinni að kjósa ávallt vel menntað, reynslumikið, víðsýnt og viturt, gott og þjóðhollt fólk til landsstjórnarinnar, sem hefur gott vit á atvinnurekstri og efnahagsmálum og velferð þjóðarinnar.
![]() |
Ísland á nýjum stað í hagkerfi heimsins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2.6.2011 | 21:23
Rökréttur áhugi til framsóknar
Það er afar eðlilegt og spennandi að athygli almennings beinist nú að framvindunni í Framsóknarflokknum, þessum "nýja" gamla flokki. "Allir eru að hlusta"!
Stefna sem byggð er á forsendum lands og þjóðar og fyrir land og þjóð er til þess fallin að opna augu og eyru fólks og fá það til að leggja við hlustir; Ekki síst þegar viti firrtar öfgar til hægri og vinstri eru þrautreyndar og afleiðingarnar blasa við og fólkið í landinu sýpur nötrandi beiskt seyðið af þeim.
Fólk sér væntanlega núna að of mikið "vit" sjálfumglaðra og sérhyggjulegra fjármálatrúboða leiddi til feigðarflans og efnahagshruns og of lítið vit úr gagnstæðri átt er heldur ekki á setjandi til farsællar uppbyggingar á atvinnulífi og efnahag landsins eins og blasir við nú.
Hvað er þá til ráða? Framsóknarflokkurinn hefur ef til vill svar við því núna. Það er búhyggindalegt að athuga málið nánar.
![]() |
Framsóknaráhugi í Kópavogi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.4.2011 | 22:54
Slegnar dularfullri blindu
Við lestur þessarar klásúlu um eðlilegan málatilbúnað varðandi Icesave-málið, sem furðu lostinn lagaprófessor Maria Elvira Mendez Pinedo bendir á í spurn af skiljanlegri ástæðu, virðist erfitt að skilja ráð þeirra óteljandi ráðsala sem þrjár ráðþrota ríkisstjórnir Íslands hafa keypt ráð af í örvæntingarfullri trú sinni á að auðmjúk játning með óttablandinni undanlátssemi við óbilgjarnar kröfur stórþjóða í Evrópu væri hin eina rétta leið "siðaðra og friðelskandi" þjóða eins og þeirra sem hér um ræðir.
Varla er hægt að skýra þá þráhyggju ríkisstjórnanna þriggja, hrunstjórnarinnar 2008, bráðabirgða-búsáhaldastjórnarinnar 2009 og vonarstjórnarinnar sem nú situr, að taka ítrekað upp samningaumleitanir við lagalega órökstuddar kröfur ríkisstjórna Breta og Hollendinga á þeirra forsendum, nema vegna þess að þær hafa allar verið slegnar einhverri dularfullri blindu á hið augljósa sem blasti allan tímann við: Að fara þá leið sem rammskyggnir íslenskir kjósendur hafa tvívegis og ókeypis í krafti þjóðaratkvæðagreiðslu bent þeim á og sem stjórnin verður nú tilneydd og undanbragðalaust að feta af heilindum. Það verður henni vissulega ögrun, en vonandi hefur hún og allir ráðgjafarnir vaknað til fullrar meðvitundar af óværum Undralands-svefni sínum og skafið úr eyrunum til að hlusta vel á heillaráð góðra velvitandi og velvakandi ráðgjafa sem enn eru tiltækir.
![]() |
Ráðgáta að Ísland skyldi ekki vísa í 111. grein |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
11.4.2011 | 11:36
Íslenski forsetinn og sænska konungshirðin
![]() |
Sænsk gagnrýni á forsetann |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.4.2011 | 16:36
Talsmenn ríkisins um Icesave í læri til forsetans
Í frábærum málflutningi sínum í og varðandi yfirlýsingu sína um stöðu Icesave-málsins varðandi kröfur bresku og hollensku ríkisstjórnarinnar lýsti forseti Íslands helstu rökum frá sjónarhóli Íslendinga í málinu í ljósi niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar. Það er til fyrirmyndar.
Jafnframt greindi hann frá því að hann væri nú þegar búinn að senda yfirlýsinguna til ýmissa ríkisstjórna í Evrópu og mikilvægra fjölmiðla erlendis, þeim til útskýringar og glöggvunar á málavöxtum. Hann eins og sumir aðrir hefðu tekið eftir því að svo virtist sem einhvers misskilnings gætti í viðbrögðum aðstoðarfjármálaráðherra Bretlands varðandi "greiðslur frá Íslandi"; að menn ytra gerðu sér ekki grein fyrir því að Bretar og Hollendingar fengju risa-upphæðir og lungann af upphæð krafna sinna úr sjálfu þrotabúi hins fallna gamla Landsbanka! Það hlytu að renna tvær grímur á hlutaðeigendur ytra um að höfða mál gegn Íslandi í því lósi og vegna samanburðar við stöðu hliðstæðra mála í þeirra eigin löndum.
Ekki hefur enn heyrst af viðbrögðum ríkisstjórnarinnar af hliðstæðum toga eins og innihaldsrík og rökstudd yfirlýsing forsetans er, fyrir utan örstutta tilkynningu fjármálaráðherra í morgun.
Ríkisstjórnin og talsmenn hennar gætu ýmislegt lært af forsetanum í röggsemi, viðbragðsflýti, ákveðni, rökfestu og málafylgju við að útskýra og verja málstað íslensku þjóðarinnar. Það er vonum seinna að allt það lið geri það og taki til máls fyrir hönd þjóðarinnar allrar út á við af sömu einurð.
![]() |
Niðurstaðan má ekki sundra |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
10.4.2011 | 10:56
Aðlaðandi rekstrarumhverfi
Þetta er alveg til fyrirmyndar hjá Berlín varðandi það að vera aðdráttarafl fyrir vaxandi fyrirtæki á heimsvísu. Það er svona nokkuð sem stjórnvöld á Íslandi þurfa að opna augu sín fyrir. Í kjölfarið þarf svo bráðnauðsynlega að gera rekstrarumhverfi fyrirtækja aðlaðandi fyrir erlend fyrirtæki svo að efnahagsumhverfi landsins hamli því ekki að þau geti komið hingað.
Í tilviki felst hluti aðdráttaraflsins í auðlind sem fyrir er og búin er að þróast og dafna: Listamönnum, listamannalífi, tækni og tækniþekkingu. Af talsverðu svoleiðis er fyrir að fara hérlendis.
![]() |
Berlín laðar til sín netfyrirtæki |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |