Færsluflokkur: Bloggar
5.11.2012 | 11:29
Sannfæring á fölskum forsendum
Faðir og móðir myrða táningsdóttur sína með köldu blóði á hryllilegan og hægvirkan hátt fyrir þær "sakir" að hafa "gjóað augunum á unglingspilt". Þetta gera þau að því er virðist vegna trúarsannfæringar sinnar sem þeim hefur verið innrætt í krafti trúarbragða og á vegum viðkomandi fræðara og trúarleiðtoga. Firringin kórónast síðan með því að guði er kennt um glæpinn, með því að halda því fram að hann hafi viljað að þau dræpu barn sitt! - Hvílík rökleysa!
Þetta er ógeðfellt dæmi um það er trúarbrögð "verða ill", eins og trúarbragðafræðingurinn Charles Kimball prófessor fjallar um á skilmerkilegan hátt í bók sinni When Religion Becomes Evil: Five Warning Signs (HarperSanFrancisco 2002), m.a. um blinda hlýðni eins og hér um ræðir. Trúarleiðtogar bera hér þunga ábyrgð vegna þess að það eru þeir sem réttlæta og viðhalda þeirri túlkun sem meðal annars er iðkuð á þennan harðneskjulega hátt.
Þessi blinda trúariðkun fyrirfinnst þó ekki aðeins í löndum eins og því sem sagt er frá hér í viðtengdri frétt.
Hún er líka til staðar í ýmsum sértrúarsöfnuðum á Vesturlöndum og ekki síður í hópum sem berjast fyrir einhverjum málefnum á veraldlegu sviði í krafti sannfæringar sem þeir hafa viðtekið og gert að sínum. Sem betur fer er þó ekki algengt að slík iðkun leiði til morða.
Nærtækt dæmi af því tagi er svokölluð "Teboðshreyfing" í Bandaríkjunum. Frá henni, baráttumálum hennar, starfsaðferðum og bakhjörlum var greint í athyglisverðum og sjokkerandi heimildarþætti, "The Billionaires' Tea Party", sem sýndur var í Sjónvarpinu/RÚV 31.10.2012. Þetta er kallað grasrótarhreyfing þar sem "venjulegt" fólk úr hópi almennings lætur sannfærast af pólitískum markmiðum undir merkjum frelsis sem í reynd eru andstæð velferð sama almennings en gagnast stórum fjölþjóðlegum fyrirtækjum sem fjármagna m.a. öflugar auglýsingaherferðir hreyfingarinnar. Dæmi um það er barátta hreyfingarinnar gegn viðleitni núverandi forseta landsins um umbætur til handa almenningi á sviði sjúkratrygginga.
Þetta eru allt dæmi um það er einstaklingar láta af hendi sjálfstæði sitt og/eða undirgangast kúgun og þöggun við skoðanamyndun um mikilvæg málefni og gera sannfæringu og/eða boð annarra að sinni sannfæringu.
Þetta gerist þó oft og iðulega "í góðri trú" og vegna þeirrar grunnhyggni og leti eða tímaskorts að hafa ekki fyrir því að afla sér upplýsinga og þekkingar um viðkomandi málefni til að taka síðan afstöðu á gagnrýnan hátt og á eigin forsendum og í samræmi við leiðsögn eigin samvisku. Í versta falli verður persónuleg sannfæring þá mótuð á fölskum forsendum.
![]() |
Segir morð á dóttur vilja guðs |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
28.10.2012 | 21:39
Engar órökstuddar yfirlýsingar duga
Það þarf vart að taka það fram og ítreka hversu mikilvægt það er að Lilja Mósesdóttir fái skýr og greið svör við spurningum sínum í efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis um skuldamál ríkisins frá Seðlabanka Íslands, þ.e. staðfestar tölulegar upplýsingar um umfang snjóhengjuvandans samkvæmt mati Seðlabankans og forsendur í því sambandi.
Málflutningur seðlabankastjórans í Silfri Egils í dag þarf skýringa við í ljósi umræðu um þessi mál undanfarið um upphæð snjóhengjunnar.
Engin undanbrögð um það mega viðgangast, útúrsúningar, hálfsannleikur né lopalegt tal. Ekki dugir að fela sig bak við tal um bankaleynd né upplýsingaleynd vegna þjóðaröryggis.
Hér er um að tefla hluti sem varða beinlínis þjóðaröryggi og sem ræðst af því hvernig nú er brugðist við. Seðlabankasóló á því ekki við hér eins og um "einkamál" Seðlabankans eða tæknilegt úrlausnarefni á hans vegum væri að ræða.
Þetta er hápólitískt mál þar sem efnahagsleg framtíð þjóðarinnar er í húfi.
![]() |
Vill að Már útskýri ummæli sín |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 29.10.2012 kl. 01:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
20.10.2012 | 11:19
Trúarviðhorf eru ekki algjört einkamál
Undiraldan í ríkjandi viðhorfum ísamfélaginu er summan af viðhorfum þegnanna.
Hvorki trúmálaviðhorf né aðrar skoðanir þegnanna eru því algjört einkamál þeirra. Allar skoðair og viðhorf eru mótandi afl í samfélaginu og hafa þar af leiðandi áhrif á uppbyggingu þess.
Þjóðkirkja er lýðræðisleg grasrótarhreyfing og virkt afl sem styrkir nærsamfélagið á uppbyggilegan hátt með jákvæðum gildum. Það á einnig við um mörg önnur lífsskoðunarfélög.
![]() |
Kosning fer rólega af stað |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.10.2012 | 10:47
Þjóðkirkjan virkt afl í nærsamfélaginu
![]() |
Kosning hafin - talningin tímafrek |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.10.2012 | 02:32
Almenningshetjan mætt
![]() |
Viðskiptahættir hafa lítið breyst |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.10.2012 | 13:18
Óviðunandi hjartalag
Maður gæti haldið að einstaklingar sem fara með fjárveitingavald og sérstaklega ráðherrar þyrftu að veikjast þannig að þeir þyrftu sjálfir að lenda í lífshættulegri bið eftir að tækjabúnaður komist í lag svo að þeir skilji um hvað málið snýst: Líf og dauða eða varanlega heilsuskerðingu með tilheyrandi örvæntingu.
Hvers lags hjartalag hefur fólkið sem hér um vélar að það láti annað sem ekki er svo aðkallandi og alvarlegt hafa forgang?
Það er algjörlega óviðunandi ástand að fresta þurfi aðgerðum, sem reynst geta snúast um líf og dauða fólks, vegna blekkingartals um fjárskort; Ekki síst þegar málið snýst um endurnýjun tækjabúnaðar og/eða varahluti í gamlan búnað sem kostar marg-margfalt minna en að gera t.d. göng í gegnum lága heiði við hliðina á góðum vegi. Hér er forgangsröðun dýrmætra fjármuna á villigötum.
Spurningin er hverjir eru svona vegvilltir og hjartalausir.
![]() |
Kalla inn færri í hjartaþræðingu út af biluðu tæki |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.10.2012 | 17:29
Hagsmuni hverra vilja stjórnmálaflokkar verja?
Það ber að aðskilja starfsemi venjulegra viðskiptabanka og fjárfestingabanka, er niðurstaða forstjóra Straums fjárfestingabanka.
Í ljósi bankahrunsins hérlendis og afleiðinga þess ætti nauðsyn á slíkum aðskilnaði að vera augljós. Þar var þessum mismunandi tegundum starfsemi blandað saman í að því er virðist einn "pott" og fé innleggjenda í sumum tilvikum notað í vægast sagt áhættusamar fjárfestingar. Bankarnir urðu jú gjaldþrota.
Venjulegum viðskiptabönkum eins og hér tíðkast ætti ekki að leyfast að stunda áhættusama fjárfestingastarfsemi sem jafnvel getur snúist upp í áhættusækna fjárglæfrastarfsemi þar sem nánast "spilað" er með sparifé innleggjenda, jafnvel undir formerkjum ríkisábyrgðar. Þeir sparifjáreigendur sem hins vegar vilja taka slíka áhættu með fé sitt myndu þá gera það í sérhæfðum fjárfestingabönkum eða ástunda slík ávöxtunarviðskipti sjálfir.
Sú grundvallarspurning blasir því við Alþingismönnum hverra hagsmuni þeir vilja verja:
a) Innleggjenda smárra og stórra, eða
b) fjárvörsluaðilanna, bankanna, þeirra sem ráðstafa sparifénu til ávöxtunar- eða fjárfestingaverkefna, eða
c) hagsmuni beggja aðila.
Það að Sjálfstæðisflokkurinn skuli ekki hafa tekið undir hugmyndir um aðskilnað viðskiptabanka og fjárfestingabanka (sé rétt haft eftir í fréttinni) vekur því upp spurninguna um hvort hann vilji fremur gæta hagsmuna fjárvörsluaðilanna heldur en hagsmuna innleggjenda.
Vilji stjórnmálamenn verja hagsmuni beggja aðila, eða sérstaklega innleggjenda, hlýtur aðskilnaður á starfsemi viðskiptabanka og fjárfestingabanka að vera svarið.
![]() |
Á ekki heima saman |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.9.2012 | 12:55
AGS mælir fyrir eignaupptöku á Íslandi fyrir braskara
Þessar hugmyndir Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) um útgáfu skuldabréfa í erlendri mynt og rakalausri hækkun stýrivaxta eins og kom fram í viðtölum fulltrúa sjóðsins í sjónvarpsfréttum í gær bera allar að sama brunni:
Að koma sem mestu af upphæð svonefndrar "snjóhengju" yfir í erlendan gjaldeyri til að tilgreindir eigendur innstæðnanna sem hér um ræðir (vel yfir 1000 milljarðar kr) geti flutt þær úr landi í erlendri mynt. Eftir sæti íslenskt efnahagslíf á heljarþröm og íslenskur almenningur í skulda- og skattaklöfum til frambúðar. Þarna er ekki verið að hugsa um velferð íslensku þjóðarinnar heldur hagsmuni viðkomandi innstæðueigenda sem eru samkvæmt þessu ómótmælanlega undir styrkum verndarvæng AGS, eðli málsins samkvæmt.
Lilja Mósesdóttir, í Samstöðu flokks lýðræðis og velferðar, hefur ítrekað bent á úrræði sem duga til lausnar á þessum yfirvofandi snjóhengjuvanda.
Sú lausn felst í því að "verðfella" þessar inneignir á sanngjarnan hátt með því að taka upp nýja íslenska mynt, Nýkrónu, þar sem þessar innistæður fengjust ekki yfirfærðar í hina nýju mynt (og í framhaldi af því e.t.v. í gjaldeyri) nema á ca. 90% lægra gengi en aðrar innstæður og fjármunir. Upptaka á Nýkrónu yrði nauðsynleg ef ekki reynist löglegt að setja tilsvarandi háan "útgönguskatt" á snjóhengju-innstæðurnar þannig að aðeins lítill og bærilegur hluti hennar færi úr landi í erlendri mynt. Tilgangurinn er að verja hagsmuni almennings á Íslandi og komast hjá hörmungum.
Þessi bráðnauðsynlega niðurskrift á snjóhengjuinnistæðunum ber að skoða í ljósi þess að þeir aðilar sem eiga hana munu hafa fengið þessa fjármuni fyrir "slikk" eða um 4% af nafnverði í kjölfarið á hruni bankanna! Þeir ætla sér hins vegar að græða margfalt (25-falt) á braski sínu á kostnað almennings á Íslandi og hafa hingað til notið dyggilegrar aðstoðar AGS og talsmanna sjóðsins erlendis og hérlendis við það. Þetta má þeim aldrei takast.
Þeir íslensku stjórnmálamenn sem vísvitandii eða af óvitahætti ætla sér að styðja þessa stefnu AGS og framfylgja henni í reynd eru ekki sannir fulltrúar íslensku þjóðarinnar. Þeir myndu þá opinbera sig sem hagsmunagæslumenn annarra nú í aðdraganda næstu kosninga.
Alþingismenn hafa ráð landsins í hendi sér. Þeir skulu hugleiða það vandlega og aldrei gleyma að þjóðin kýs þá hverju sinni til að gæta hagsmuna íslensku þjóðarinnar í heild.
![]() |
AGS styður útgáfu skuldabréfa |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
23.9.2012 | 17:05
Samstaða um auðlindarentu til heimabyggðar
Samstaða í heimabyggð eflir nærsamfélagið. Eðlilegt er að hinar dreifðu byggðir landsins njóti afraksturs sameiginlegra auðlinda landsmanna á hverju svæði að hluta til með beinum hætti til uppbyggingar og eflingar atvinnulífs og mannlífs þar.
Hér er ekki aðeins um að ræða veiðigjald af sjávarútvegi, heldur og rentu af öðrum auðlindum sömuleiðis, svo sem orku.
Með því að tiltekinn hluti auðlindarentunnar væri eyrnamerktur viðkomandi byggðarlögum eða landshlutum væri rennt styrkari stoðum undir ríkari þátttöku sveitastjórnastigsins í úrlausnum sameiginlegra verkefna á vegum hins opinbera. Arður af sameiginlegum auðlindum færi þá ekki alfarið í "hít" ríkissjóðs þar sem skipting arðsins væri að fullu háð úthlutunarvaldi "að sunnan", sem hingað til hefur oft verið vænt um að hygla höfuðborgarsvæðinu á kostnað landsbyggðar í stóru og smáu.
![]() |
Stofna ný hagsmunasamtök í vikunni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.8.2012 | 00:01
Flokksformaðurinn leggur spilin á borðið
Í síðasta lagi í væntanlegri kosningabaráttu hlýtur Steingrímur J. Sigfússon fyrrverandi fjármálaráðherra og formaður annars stjórnarflokkanna að leggja spilin á borðið og útskýra fyrir þjóðinni hvers vegna vextir voru hækkaðir hér í hástert, 18%, fljótlega eftir hrunið 2008 og eftir að þeir höfðu þó fyrst verið lækkaðir. Augljóslega var engin ástæða til þess, eins og margoft hefur verið ítrekað og rökstutt á þessu bloggi; Ekki þurfti að leitast við að hækka vexti til að halda erlendu fjármagni í landinu þar sem gjaldeyrishöft höfðu verið sett til að koma í veg fyrir útstreymi gjaldeyris (því sem eftir var þá). Hækkun vaxta gagnaðist því fyrst og fremst þeim sem sátu fastir með fé sitt í landinu, eins og góðar "sárabætur". Innlendir fjármagnseigendur nutu einnig góðs af, meðan þeir sem síst skyldi, allir skuldarar, heimili og fyrirtæki, borguðu brúsann tilneyddir, síst aflögufærir í ástandinu.
Engar viðurkenningar á þessari staðreynd um hávaxtastefnuna bárust úr þöglu húsi Seðlabankans en þar var aftur á móti sífellt klifað á hættu á eftirspurnar-verðbólgu á ósannfærandi hátt, sem stemma þyrfti stigu við með hressilegri hækkun vaxta.
Hver hugsandi maður gat séð og ætti að sjá að ekki þurfti að hækka vexti til þess að sporna við því sem ekki var fyrir hendi, þar sem mikill slaki myndaðist strax í efnahagslífinu í kjölfar hrunsins; Eða hafa ekki allir heyrt talað um t.d. mikið atvinnuleysi og minnkandi kaupmátt almennings sem þá blasti við?
Einnig er ljóst að sérfræðingar Seðlabankans og ráðamenn þar með óbrenglaða almenna skynsemi hafa vitað betur en álíta að nauðsynlegt væri að halda vöxtum háum til að forða ofhitnun í efnahagslífinu; þar var allt hraðkólnandi og bæði heimili og eftirlifandi fyrirtæki að sligast undan vaxtaokri. Hávaxtastefnan hefur því líklega verið ákveðin og keyrð áfram af aðilum á hærri stöðum efnahagsstjórnar landsins.
Fróðlegt verður því að heyra loksins um hina raunverulegu ástæðu og gangráða hávaxta-helstefnunnar þegar fjármálaráðherrann fyrrverandi mun útskýra þá helstefnu gegn almenningi á síðustu dögum stjórnar sinnar sem brátt fara í hönd. Hann mun óhjákvæmilega koma með útskýringar á því í viðleitni sinni til að komast hjá vanþóknun og höfnun kjósenda. Spurningin er hverjir muni sitja uppi með þann Svarta-Pétur og hvort þeir muni kallast sökudólgar eða fórnarlömb.
![]() |
Gjaldið betur lagt á fyrr |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)