Færsluflokkur: Bloggar
5.5.2013 | 11:43
Grundvallaratriði
Samkvæmt stefnumálum Framsóknarflokksins fyrir kosningar er það grundvallaratriði að vítisvél verðtryggingarkerfis verði stöðvuð og komið verði til móts við þá sem sitja uppi með stökkbreytt verðtryggð lán. Hið síðarnefnda var einnig á stefnuskrá Sjálfstæðisflokksins.
Með verðtryggingarkerfið við lýði mun alltaf sækja í sama vandræðahorfið fyrir skuldara sem endar með því að enginn verður eftir til að taka lán vegna vangetu eða vanhæfni til þess eða áhugaleysis þeirra sem það gætu. - Samanber vandræði þeirra sem einhverjar eignir áttu er þeir tóku tiltölulega stór lán á árunum fyrir hrun, t.d. fyrir kaup á húsnæði, en eru nú rúnir eign sinni þar sem þeir sitja uppi með ókleift skuldafjall reiknaðra verðbóta ofan á upphaflegum höfuðstól.
![]() |
Fóru saman út úr bænum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
27.4.2013 | 16:08
Um þýðingarmikil stefnumál Framsóknarflokksins
Hér segir af nokkrum helstu stefnumálum Framsóknarflokksins sem er afar þýðingarmikið að almenningur greiði atkvæði sitt, fyrir sig og sína. Er þar vísað til nokkurra atriða í ávarpi Sigmundar Davíðs formanns Framsóknarflokksins í dag til kjósenda.
![]() |
Spennandi og tvísýnar kosningar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.4.2013 | 11:05
Um stefnumál Framsóknarflokksins vegna áhrifa verðtryggingarkerfisins
Í ávarpi Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar formanns Framsóknarflokksins í dag til kjósenda koma fram nokkur samantekin atriði sem varpa ljósi á staðfasta stefnu Framsóknarflokksins. Það er holl og afar athyglisverð lesning fyrir óákveðna kjósendur og getur gefið þeim ferska sýn á stöðu mála við að gera upp hug sinn. Eftirfarandi eru nokkur atriði sem vert er að undirstrika:
Neyðarlögin vörðu eignir. Þá spurðu fáir hvaða sanngirni væri í því að ráðstafa fjármagni úr þrotabúunum til að verja eignir á meðan að þeir sem áttu ekkert, eða voru skuldsettir og áttu minna en ekkert, fengu ekki neitt. Eðlilegt framhald af neyðarlögunum var að huga að hinni hlið eigna, þ.e. skuldunum (og eignunum sem skuldirnar eyddu). Sá sem átti peninga á bankabók fékk það allt bætt. Þeir sem höfðu sett fjármagn sitt í fasteign fengu engar bætur. Það er löngu tímabært að koma til móts við það fólk sem átti eigið fé í eignum sínum, þá sem höguðu sér skynsamlega, þá sem hafa unnið baki brotnu við að standa í skilum og skorið niður í öllum öðrum útgjöldum.
Samhliða þessum aðgerðum þarf að koma á heilbrigðara fjármálakerfi þar sem lögmál markaðarins um framboð og eftirspurn fara að virka neytendum í hag. Verðtryggð lán fela raunveruelgan kostnað við lántökuna með því að fresta vaxtagreiðslum þar til á síðari hluta lánstímans.
Það er ástæðan fyrir því að Íslendingar eru stundum sagðir borga tvær fasteignir á meðan menn borga eina í öðrum löndum.
Auk þess þarf að styrkja samningsstöðu þeirra og verja þau fyrir vaxtahækkunum með innleiðingu lyklalaga.
Afnám verðtryggingar af neytendalánum snýst um að koma á heilbrigðara fjármálakerfi og styrkja stöðu neytenda., segir í ávarpi Sigmundar Davíðs.
Þessu til viðbótar er vert að benda hér á enn einn ágalla verðtryggingarkerfisins fyrir launþega landsins, sem ekki hefur verið áberandi í umræðunni.
Þegar kemur að launasamningum hefur tilvist þess virkað hamlandi á launahækkanir vegna fyrirsjáanlegra áhrifa þess á verðlag og þar með verðtryggð lán. Launþegar hafa þurft að tempra launakröfur sínar af ótta við margfalt meiri hækkun verðtryggðra skulda sinna í krónum talið í kjölfarið. Að þessu leyti hefur verðtryggingarkerfið virkað eins og spennitreyja á skuldsetta launþega.
![]() |
Gríðarlega spennandi kosningar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.4.2013 | 19:43
Hvar liggja hagsmunir þínir?
Ertu að sligast undan verðtryggðum lánum og/eða viltu afnám verðtryggingarkerfisins?
Framsóknarflokkurinn ætlar að stöðva vítisvél verðtryggingarkerfisins með hagsmuni venjulegra heimila og annara skuldara í huga, fyrirtækja sem einstaklinga. Það eykur ráðstöfunartekjur þeirra.
Aðrir af stóru flokkunum hafa það ekki á sinni stefnuskrá.
Viltu raunverulega leiðréttingu á stökkbreyttum verðtryggðum lánum?
Framsóknarflokkurinn ætlar að koma til móts við skuldara verðtryggðra lána með því að leiðrétta áfallnar verðbætur verðtryggðra lána verulega.
Hugmyndir Framsóknarflokksins í þessum efnum ganga út á að skila ofteknum verðbótum og vöxtum til viðkomandi skuldara, þangað og þaðan sem þessar tekjur lánveitenda komu upphaflega.
Hvort passar betur fyrir þína hagsmuni,
1) að vítisvél verðtryggingarkerfis verði stöðvuð og komið verði til móts við þá sem sitja uppi með stökkbreytt verðtryggð lán, með því að kjósa Framsóknarflokkinn, eða
2) óbreytt verðtryggingarkerfi með tilheyrandi, með því að kjósa aðra flokka.
Fyrir þá sem hugnast betur leið 1 er nauðsynlegt að Framsóknarflokkurinn fái sterka kosningu laugardaginn 27. apríl 2013. Hvert atkvæði með X við B telur fyrir heimilin í landinu.
![]() |
Sjálfstæðisflokkur með mest fylgi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
26.4.2013 | 19:34
Framsóknarflokkurinn og hagsmunir þínir
Ertu að sligast undan verðtryggðum lánum og/eða viltu afnám verðtryggingarkerfisins?
Framsóknarflokkurinn ætlar að stöðva vítisvél verðtryggingarkerfisins með hagsmuni venjulegra heimila og annara skuldara í huga, fyrirtækja sem einstaklinga. Það eykur ráðstöfunartekjur þeirra.
Aðrir af stóru flokkunum hafa það ekki á sinni stefnuskrá.
Viltu raunverulega leiðréttingu á stökkbreyttum verðtryggðum lánum?
Framsóknarflokkurinn ætlar að koma til móts við skuldara verðtryggðra lána með því að leiðrétta áfallnar verðbætur verðtryggðra lána verulega.
Til þess verður notað fjármagn sem losnar við væntanlega og óhjákvæmilega samninga ríkisstjórnar Íslands við erlenda vogunarsjóði eða ella í formi útgönguskatts á gróða þeirra. Sá gróði þeirra myndaðist við kaup þeirra á eignasöfnum föllnu íslensku einkabankanna eftir hrunið 2008. Eignasöfnin fengu þeir fyrir brot af nafnvirði þeirra, t.d. kringum 5%, en þessi eignasöfn hafa síðan hlaðið á sig snögghækkuðum verðbótartekjum og vaxtatekjum sem greiðendur þeirra, heimilin og aðrir skuldarar þeirra á Íslandi, hafa greitt linnulaust baki brotnu eins og ekkert hafi í skorist (þeir sem það hafa getað).
Hugmyndir Framsóknarflokksins í þessum efnum ganga út á að skila ofteknum verðbótum og vöxtum til viðkomandi skuldara, þangað og þaðan sem þessar tekjur lánveitenda komu upphaflega.
Hvort passar betur fyrir þína hagsmuni,
1) að vítisvél verðtryggingarkerfis verði stöðvuð og komið verði til móts við þá sem sitja uppi með stökkbreytt verðtryggð lán, með því að kjósa Framsóknarflokkinn, eða
2) óbreytt verðtryggingarkerfi með tilheyrandi, með því að kjósa aðra flokka.
Fyrir þá sem hugnast betur leið 1 er nauðsynlegt að Framsóknarflokkurinn fái sterka kosningu laugardaginn 27. apríl 2013. Hvert atkvæði með X við B telur fyrir heimilin í landinu.
![]() |
Mikilvægt að ráða eigin örlögum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.4.2013 | 09:29
Ríkisstjórn Framsóknarflokks eða verðtryggingarsinna
Framsóknarflokkurinn stendur stærstur flokka fyrir stöðvun á vítisvél verðtryggingarkerfisins og leiðréttingu á stökkbreyttum verðtryggðum lánum skuldara, tengt samningum við erlenda kröfuhafa og afnámi gjaldeyrishafta.
Gegn Framsóknarflokknum og þar með hagsmunum skuldugra heimila og annarra standa þeir flokkar sem virðast ætla sér að standa vörð um verðtrygginguna og sem líta svo á að íslensk heimili eigi ekki inni leiðréttingu eftir hrunið. Jafnvel virðist hluti þeirra vera tilbúinn að beygja sig undir kröfur erlendra kröfuhafa en ekki að standa með íslenskum heimilum.
Í kosningunum snýst valið því um Framsóknarflokkinn í ríkisstjórn eða verðtryggingarríkisstjórn, ef takast á að taka á verðtryggingarmálum og skuldamálum heimilanna svo um munar.
Þess vegna er nauðsynlegt að Framsóknarflokkurinn fái sterka kosningu á morgun. Hvert atkvæði telur - fyrir heimilin í landinu.
![]() |
Ólíkt fylgi flokka í dreifbýli og þéttbýli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.4.2013 | 14:37
Úrlausn Framsóknarflokksins um endurreisn
"Nú hafa flestir málsmetandi menn fallist á að það sé bæði framkvæmanlegt og nauðsynlegt að uppgjöri snjóhengjunnar, og þar með talið gömlu bankanna, ljúki með verulegri eftirgjöf kröfuhafanna og efnahagslegu svigrúmi fyrir Ísland. Menn hafa líka fallist á að hægt sé að ná þessari niðurstöðu hratt með skattlagningu ef samningaleiðin dugar ekki til.
Hópurinn sem stendur að vefsíðunni snjohengjan.is bendir á að eðlilegt svigrúm nemi þegar allt er talið um 800 milljörðum. Það er miklu meira en þarf til að leiðrétta stöðu heimilanna. Samhliða því er hægt að bæta stöðu ríkissjóðs og endurreisa velferðarkerfið."
Ofangreind tilvitnun er í ávarp Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Framsóknarflokksins, á vefsetri hans í dag undir yfirskriftinni "Þetta tækifæri kemur ekki aftur":
Þetta er gott innlegg í umræðuna um áhrif á ríkisstjóð vegna tillagna Framsóknarflokksins í skuldasmálum heimilanna og um losun gjaldeyrishafta o.fl.
![]() |
Kosningaloforðin almennt dýr |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
24.4.2013 | 09:34
FYLGISTAP HJÁ SJÁLFSTÆÐISFLOKKNUM
Framsóknarflokkurinn mælist stöðugt með mesta kjörfylgið, nú 25,9%.
Þetta kemur fram í kampakátri og sigri hrósandi forsíðufrétt Fréttablaðsins í dag sem þar trónir með hrossastóru letri.
Samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins sem birt er í blaðinu í dag, á þeim merksdegi 24. apríl 2013, þá snarfellur fylgi Sjálfstæðisflokksins úr 26,9% skv. síðustu könnun blaðsis þar á undan í 23,8% nú, þ.e. um 2,1 prósentustig hvorki minna né minna.
Segir þar lítið af fylgi "litlu" flokkanna.
Þess utan, sem kemur þessari stórfrétt ekki beint við, þá segir í heilsíðuauglýsingu Samfylkingar í blaðinu að þau hafi "...horfst í augu við vandann".
Nokkru aftar segir í nokkuð minni auglýsingu sama flokks með Össur Evrópufara efst á blaði að "Baráttan..." snúist "...um Ísland", en ekki er tekið fram í hvaða samhengi þar er ritað; Hvort þar sé átt við baráttu sauðheimskra Íslendinga um landið sitt við ESB og stuðningsmenn þess og aðra, þar sem minnst er á mannréttindabaráttu. En, það er nú allt önnur saga.
![]() |
Fylgi stóru flokkanna minnkar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.4.2013 | 10:35
Undarlegt andríki
Félagsskapur nokkur kallar sig Andríki og segist á vefsíðu sinni kynna frjálslyndar stjórnmálahugmyndir. Andríki þetta hefur auglýst í heilsíðuauglýsingum dagblaða undanfarið undir yfirskriftinni Almenn skuldaleiðrétting er óréttlát (sbr. Fréttablaðið 22.4.2013, s. 5).
Þar er illilega ruglað þar saman tveimur aðskildum málaflokkum á ótrúlega rangsnúinn og villandi hátt.
Þar er ruglað saman annars vegar leiðréttingu á stökkbreyttum verðtryggðum lánum einstaklinga og hins vegar almennri tekjudreifingu í samfélaginu gegnum skattkerfi ríkisins.
Rök Andríkis gegn leiðréttingu stökkbreyttra verðtryggðra lána virðast þau að óréttlátt sé að þeir sem hafi greitt af háum lánum fengju hærri upphæð endurgreidda en þeir sem greitt hafa af lægri lánum, væntanlega miðað við sömu forsendur um vísitölubreytingu vegna verðtryggingarinnar. Segir í auglýsingunni að Auðmenn fengju í flestum tilvikum meiri leiðréttingu en öreigar.
Hið rétta er að leiðrétting stökkbreyttra verðtryggðra lána, sem kallað er skuldaleiðrétting í auglýsingunum, snýst um að skila til greiðenda lánanna ofreiknuðum verðbótum og vöxtum vegna forsendubrests við hrunið 2008 sem næmi tiltekinni prósentutölu af verðbótunum á tilteknu tímabili (sbr. stefnumál t.d. Framsóknarflokksins). Að sjálfsögðu yrði upphæð ofreiknaðra verðbóta samkvæmt því háð upphæð lánsins sem um ræðir í hverju tilviki. Upphæð ofgreiddra verðbóta í krónum talið af tiltekinni lánsupphæð yrði þannig hærri en af lægri lánsupphæð, eðli málsins samkvæmt.
Þetta er eins og háttar með leiðréttingu gengistryggðra lána, t.d. bílalána hjá Íslandsbanka. Þar er að miklu leyti búið að endurgreiða lántakendum bílalána ofreiknaðan gengismun í samræmi við upphæð og aðrar forsendur í hverju tilviki. Sá sem hafði greitt af slíku láni að tiltekinni upphæð fékk eðlilega meira endurgreitt en sá sem hafði greitt af lægra láni miðað við sömu forsendur. Þar fékk hver eins og honum bar. Sá sem fékk endurgreiðslu vegna láns upp á eina milljón króna hafði ekki ástæðu til að sjá ofsjónum yfir endurgreiðslu til þess sem hafði verið með lán upp á fimm milljónir króna, af eðlilegum og augljósum ástæðum.
Þetta hefði hins vegar væntanlega fallið undir skilgreiningu Andríkis á óréttlæti í þessum efnum samkvæmt ofangreindum auglýsingum þess. Undarlegt andríki það!
Varðandi hugmyndir og stefnumál nokkurra stjórnmálaflokka nú um leiðréttingu stökkbreyttra verðtryggðra lána vegna hrunsins 2008 er um það að ræða að skila greiðendum ofreiknaðra verðbóta og vaxta því sem hver og einn um sig hefur ofgreitt, hliðstætt og á við um endurgreiðslur vegna ólöglegra gengistryggðra lána. Það er réttlætismál og út af fyrir sig.
Af allt öðrum toga er það pólitíska vandamál varðandi tekjujöfnun ríkisins milli einstaklinga og heimila gegnum skattkerfið í tengslum við það sem Andríki kallar í auglýsingu sinni vanda þeirra sem verst standa. Það er annar málaflokkur en leiðrétting stökkbreyttra verðtryggðra lána.
Vissulega þarf að taka á þeim vanda, en eðli málsins samkvæmt verður að gera það í gegnum hið almenna skatta- og tekjujöfnunarkerfi ríkisins.
Það væri hins vegar óréttlæti að skerða með beinum hætti endurgreiðslur ofreiknaðra verðbóta til greiðenda viðkomandi lána með einhverjum hætti. Hvaða frjálslyndi felst í því?
Leiðrétting stökkbreyttra verðtryggðra lána er réttlát vegna þess að með henni er verið að skila til viðkomandi skuldara því sem oftekið hefur verið af þeim vegna forsendubrests í vísitölu verðryggingar.
Hins vegar er óréttlátt ef ekki er tekið á vanda þeirra sem verst standa, hvort sem um er að ræða par í leiguhúsnæði eða öreiga, eins og Andríki skilgreinir hópana. Þeim þarf að hjálpa með viðeigandi hætti með ráðstöfunum í skatta- og tekjujöfnunarkerfi ríkisins.
Þar væri möguleiki á því að skattleggja á viðeigandi hátt t.d. hópa sem Andríki kallar auðmenn og fólk með háar tekjur og miklar eignir og fólk sem skuldar ekki húsnæðislán og færa með viðeigandi hætti til hinna hópanna sem eru í vanda, í samræmi við vilja hins pólitíska meirihluta hverju sinni.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.4.2013 | 11:45
Fyrir heimilin og gegn verðtryggingarríkisstjórn
Andstæðingar okkar, bæði til hægri og vinstri, virðast ekki sjá aðra leið en að ráðast á Framsókn og það er ekki gert á málefnalegum grundvelli. Flestir aðrir flokkar hafa síðustu vikur viðurkennt að aðferðir Framsóknar eru raunhæfar. En þrátt fyrir það hafa þeir ekki þor til að taka á verkefnunum. Rökþrota um málefnin ráðast þeir því á okkur á persónulegan hátt. Þann hátt sem ég vildi að væri horfinn úr íslenskum stjórnmálum. Framsóknarmenn munu ekki taka þátt í þannig kosningabaráttu. Við munum standa fyrir málefnalegri kosningabaráttu og berjast fyrir því að okkar baráttumál, afnám verðtryggingar og leiðrétting stökkbreyttra lána, nái fram að ganga. Eina leiðin til að tryggja að þessi mál nái fram að ganga er að Framsókn fái nægilega mikinn og góðan stuðning til að samningsstaða flokksins sé sem sterkust þegar kemur að því að mynda ríkisstjórn,
sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Framsóknarflokksins meðal annars í ræðu sinni á fjölmennum fundi Framsóknarflokksins á Grand Hótel s.l. laugardag. Þar benti hann m.a. á það að kosningabaráttan hafi harðnað og mikið hafi verið sótt að Framsókn sem hefur mælst stærsti flokkur landsins upp á síðkastið.
Í þessu sambandi taldi Sigmundur jafnframt að ef Framsóknarflokkurinn fengi ekki nægilegan þingstyrk væri augljós hætta á því hér myndi skapast verðtryggingarríkisstjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks eftir kosningar, ríkisstjórn sem mun standa vörð um verðtrygginguna og lítur sem svo á að íslensk heimili eigi ekki inni leiðréttingu eftir hrunið.
Ávarp Sigmundar á kosningafundi Framsóknarflokksins á Grand Hótel s.l. laugardag, 20. apríl 2013: http://www.framsokn.is/videos/raeda-sigmundar-davids-a-grand-hotel-20-april/
![]() |
Sigmundur: Vinstristjórnaráróður sjálfstæðismanna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)