Grundvallaratriði

Samkvæmt stefnumálum Framsóknarflokksins fyrir kosningar er það grundvallaratriði að vítisvél verðtryggingarkerfis verði stöðvuð og komið verði til móts við þá sem sitja uppi með stökkbreytt verðtryggð lán. Hið síðarnefnda var einnig á stefnuskrá Sjálfstæðisflokksins.

Með verðtryggingarkerfið við lýði mun alltaf sækja í sama vandræðahorfið fyrir skuldara sem endar með því að enginn verður eftir til að taka lán vegna vangetu eða vanhæfni til þess eða áhugaleysis þeirra sem það gætu. - Samanber vandræði þeirra sem einhverjar eignir áttu er þeir tóku tiltölulega stór lán á árunum fyrir hrun, t.d. fyrir kaup á húsnæði, en eru nú rúnir eign sinni þar sem þeir sitja uppi með ókleift skuldafjall reiknaðra verðbóta ofan á upphaflegum höfuðstól.


mbl.is Fóru saman út úr bænum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristinn Snævar Jónsson

Þessu tengt er það viðfangsefni að halda peningamagni í umferð í skefjum svo að það leiði ekki í sjálfu sér til verðbólgu eins og raunin hefur verið á. Ráð til þess eru upptaka nýs peningakerfis eins og Frosti Sigurjonsson ásamt fleirum hefur kynnt og talað fyrir. Það tengist einnig aðgreiningu á starfsemi fjárfestingabanka frá venjulegri starfsemi viðskiptabanka sem miðlara á lánsfé milli innleggjenda og lántaka.

Kristinn Snævar Jónsson, 5.5.2013 kl. 12:28

2 Smámynd: Þórir Kjartansson

Sjálfstæðismenn munu aldrei fallast á að breyta þessum málum og þegar framsóknarmenn fara að þynna út loforðin sín mun fylgið flæða frá þeim aftur.  Þolinmæði fólks er löngu þrotin.

Þórir Kjartansson, 5.5.2013 kl. 13:20

3 Smámynd: Kristinn Snævar Jónsson

Ef Sjálfstæðisflokkurinn heldur fast í óbreytt verðtryggingarkerfi kæmi skýrt og óvéfengjanlega í ljós hverra hagsmuna hann gætir fyrst og fremst í reynd, þ.e. fjármmagnseigenda og lánveitenda fremur en skuldara og heimila í fjárhagsvanda. Kjósendur í næstu kosningum þyrftu þá ekki frekari vitnanna við um hið sanna í slagorði flokksins um "stétt með stétt" og öðru þess háttar tali; Þeir þyrftu þá ekki að velkjast í vafa lengur.
 Hið sama mætti þá segja um aðra flokka ef þeir reynast heldur ekki til viðræðu um breytingu á þessu kerfi. Framsóknarflokurinn fengi þá væntanlega hreinan meirihluta í næstu kosningum séu kjósendur sjálfum sér samkvæmir og standa með eigin hagsmunum.

Kristinn Snævar Jónsson, 5.5.2013 kl. 16:52

4 Smámynd: Júlíus Björnsson

Vogunarsjóðir vilja tapa sem minnstu af sínum framtíðar arði, það vilja allir erlendir hagsmunaðilar endurreistu bankanna. þetta vegur þyngst um hvað  verður gert til auka heima PPP hér.  Ísland skilur ekki útlendinga nema almennum skilningi.

Júlíus Björnsson, 5.5.2013 kl. 19:42

5 Smámynd: Kristinn Snævar Jónsson

Sæll Júlíus; Alltaf jafn djúpur :)

Hvernig telur þú að hagsældin hérlendis verði helst aukin?
Vörur með mesta möguleika á sem hæstu og hærra verði (innlands og til útflutnings td gegnum neyslu og innkaup erlendra ferðamanna hér) samanborið við aðrar vörur eru jú þær vörur og þjónusta sem framleiddar og afhentar eru innanlands, en ekki "staðlaðar" eða "homogen" vörur sem eru í fullri alþjóðlegri samkeppni. Samkvæmt "gömlu teóríunni" er (því sem næst) fullkomin samkeppni á alþjóðlegum mörkuðum, a.m.k. sé litið fram hjá tæknilegum hindrunum og spillingu í viðskiptum. Þar er því ríkjandi verð þekkt hverju sinni og tiltölulega lágt og annað hvort getur tiltekið land framleitt slíka vöru á því verði með hagnaði eða ekki sem ætti þá að ráða því hvort varan sé framleidd innanlands eða ekki (nema sérstök rök komi til eins og t.d. vöruöryggi  varðandi matvælaframleiðslu eins og hafa ráðið hérlendis hingað til). Að þessu gefnu eigum við að að leggja sérstaka áherslu á sérhæfingu okkar og þær vörur og þjónustu sem aðeins við getum framleitt hérlendis eða með verkþekkingu okkar erlendis. Þar með yrðu nettótekjur eða hagnaður pr. vinnustund hærri en við framleiðslu á samkeppnisvörunum sem eru í "fullri" samkeppni á alþjóðlegum mörkuðum, að öðru óbreyttu. Þetta myndi hækka tekjustigið hérlendis að meðaltali.

Kristinn Snævar Jónsson, 6.5.2013 kl. 02:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband