23.9.2012 | 17:05
Samstaða um auðlindarentu til heimabyggðar
Samstaða í heimabyggð eflir nærsamfélagið. Eðlilegt er að hinar dreifðu byggðir landsins njóti afraksturs sameiginlegra auðlinda landsmanna á hverju svæði að hluta til með beinum hætti til uppbyggingar og eflingar atvinnulífs og mannlífs þar.
Hér er ekki aðeins um að ræða veiðigjald af sjávarútvegi, heldur og rentu af öðrum auðlindum sömuleiðis, svo sem orku.
Með því að tiltekinn hluti auðlindarentunnar væri eyrnamerktur viðkomandi byggðarlögum eða landshlutum væri rennt styrkari stoðum undir ríkari þátttöku sveitastjórnastigsins í úrlausnum sameiginlegra verkefna á vegum hins opinbera. Arður af sameiginlegum auðlindum færi þá ekki alfarið í "hít" ríkissjóðs þar sem skipting arðsins væri að fullu háð úthlutunarvaldi "að sunnan", sem hingað til hefur oft verið vænt um að hygla höfuðborgarsvæðinu á kostnað landsbyggðar í stóru og smáu.
Stofna ný hagsmunasamtök í vikunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.8.2012 | 00:01
Flokksformaðurinn leggur spilin á borðið
Í síðasta lagi í væntanlegri kosningabaráttu hlýtur Steingrímur J. Sigfússon fyrrverandi fjármálaráðherra og formaður annars stjórnarflokkanna að leggja spilin á borðið og útskýra fyrir þjóðinni hvers vegna vextir voru hækkaðir hér í hástert, 18%, fljótlega eftir hrunið 2008 og eftir að þeir höfðu þó fyrst verið lækkaðir. Augljóslega var engin ástæða til þess, eins og margoft hefur verið ítrekað og rökstutt á þessu bloggi; Ekki þurfti að leitast við að hækka vexti til að halda erlendu fjármagni í landinu þar sem gjaldeyrishöft höfðu verið sett til að koma í veg fyrir útstreymi gjaldeyris (því sem eftir var þá). Hækkun vaxta gagnaðist því fyrst og fremst þeim sem sátu fastir með fé sitt í landinu, eins og góðar "sárabætur". Innlendir fjármagnseigendur nutu einnig góðs af, meðan þeir sem síst skyldi, allir skuldarar, heimili og fyrirtæki, borguðu brúsann tilneyddir, síst aflögufærir í ástandinu.
Engar viðurkenningar á þessari staðreynd um hávaxtastefnuna bárust úr þöglu húsi Seðlabankans en þar var aftur á móti sífellt klifað á hættu á eftirspurnar-verðbólgu á ósannfærandi hátt, sem stemma þyrfti stigu við með hressilegri hækkun vaxta.
Hver hugsandi maður gat séð og ætti að sjá að ekki þurfti að hækka vexti til þess að sporna við því sem ekki var fyrir hendi, þar sem mikill slaki myndaðist strax í efnahagslífinu í kjölfar hrunsins; Eða hafa ekki allir heyrt talað um t.d. mikið atvinnuleysi og minnkandi kaupmátt almennings sem þá blasti við?
Einnig er ljóst að sérfræðingar Seðlabankans og ráðamenn þar með óbrenglaða almenna skynsemi hafa vitað betur en álíta að nauðsynlegt væri að halda vöxtum háum til að forða ofhitnun í efnahagslífinu; þar var allt hraðkólnandi og bæði heimili og eftirlifandi fyrirtæki að sligast undan vaxtaokri. Hávaxtastefnan hefur því líklega verið ákveðin og keyrð áfram af aðilum á hærri stöðum efnahagsstjórnar landsins.
Fróðlegt verður því að heyra loksins um hina raunverulegu ástæðu og gangráða hávaxta-helstefnunnar þegar fjármálaráðherrann fyrrverandi mun útskýra þá helstefnu gegn almenningi á síðustu dögum stjórnar sinnar sem brátt fara í hönd. Hann mun óhjákvæmilega koma með útskýringar á því í viðleitni sinni til að komast hjá vanþóknun og höfnun kjósenda. Spurningin er hverjir muni sitja uppi með þann Svarta-Pétur og hvort þeir muni kallast sökudólgar eða fórnarlömb.
Gjaldið betur lagt á fyrr | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
31.7.2012 | 11:36
Athyglisvert misrétti
Prestur í kirkju baptista í Missisippi hyggst ekki gifta þeldökkt par, karl og konu, í kirkju sinni sökum þess að margir hvítir safnaðarmeðlimir séu því mótfallnir og vísi til þess að slíkt hafi aldrei verið gert í kirkjunni frá því að hún var reist á ofanverðri 19. öld; Ella muni hann missa starfið! Hann býðst þó til að gifta parið í annarri kirkju á svæðinu.
Það er augljóst að á öllum þessum tíma hefur kerfi mannasetninga ráðið ríkjum í kirkju þessari sem ekki eru í samræmi við þau boð og gildi í helgiritinu, Biblíunni, sem söfnuðurinn þykist þó byggja lífsskoðun sína á.
Það er undarlegt að svona kirkja skuli vera við lýði í dag og að fólk sem verður fyrir svona misrétti, eins og þeldökka parið og fólk af sama litarhætti, skuli ílengjast í svona söfnuði. Þess vegna mætti halda að það fólk skilji trúargildin og náungakærleikann betur en þeir sem misréttinu beita.
En, hvað um það? Láti fólkið þetta yfir sig ganga er það í raun og veru að samþykkja misréttið. Það væri athyglisvert og fróðlegt væri að heyra nánari skýringar frá málsaðilum á þeim málalyktum. Fari svo væri það dæmi um hvernig misrétti viðgengst á grundvelli tiltekinnar túlkunar trúarstofnana í skjóli trúarbragða. Þolendurnir létu það þá yfir sig ganga væntanlega í yfirþyrmandi góðri trú.
Neitar að gifta blökkufólk | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
29.7.2012 | 22:33
"Hjátrú", "aðaltrú" og sálfræði við efnahagsáföllum
Í viðtengdri frétt segir að "hjátrú" hafi aukist eftir hrun, samkvæmt viðtali við Fjólu Dögg Helgadóttur sálfræðing um samanburðarrannsóknir hennar á "hjátrú" milli landa.
Því miður kemur ekki fram nákvæm útskýring á skilgreiningu sálfræðingsins á þessu hugtaki "hjátrú", utan nokkurra dæma, og hvernig hann aðgreinir hana frá því sem þá hlýtur að vera miðað við, þ.e. "aðaltrú". Þegar talað er um "hjátrú" hvað er þá "aðaltrú" eða "rétttrúnaður"? Hvaða munur er á aðaltrú og hjátrú í þeim skilningi?
Hvernig hefur þróunin verið á fjölda fólks sem aðhyllist "aðaltrú" samanborið við "hjátrú" á umræddu tímabili? Er ekki samhengi þar á milli? Hvað með heildarfjölda þeirra sem aðhyllist einhvers konar átrúnað? Trúa þeir sem aðhyllast "hjátrú" jafnframt á tilvist guðs? Ef ekki, hvers vegna?
Er sams konar skilningur á hugtökunum "hjátrú" og "aðaltrú" eða átrúnaði almennt í samanburðarlöndunum? Ef ekki, hver er munurinn? Að hvaða leyti skýrir þá sá munur mun á stigi "hjátrúar" milli landanna?
Í greininni er bent á gagnrýna hugsun sem andstæðu við "hjátrúna", en hvar staðsetur sálfræðingurinn "aðaltrúna" í því samhengi? Hvar telur hann mörkin vera milli sálfræði og trúar í víðum skilningi að því er varðar til dæmis atferlisgreiningu og hugræna atferlismeðferð?
Í þessu ljósi eru umræddar rannsóknarniðurstöður afar ónákvæmar, a.m.k. fréttagreinin um þær, og erfitt að sjá hverju þær svara í reynd. Mér virðst það til dæmis afar mikil einföldun að ætla sér að byggja einhverjar vísindalegar kenningar um ráð og/eða aðferðir við persónulegum áföllum einstaklinga, eins og bankahruninu hérlendis, einungis með því að greina stig "hjátrúar" hjá fólki.
Hins vegar væri fróðlegt að sjá hvort og í hve miklu mæli einhvers konar trú, átrúnaður eða "huglægt haldreipi" gagnist einstaklingnum til að kljást við persónuleg áföll sín tengt efnahagskreppu þótt það í sjálfu sér leysi e.t.v. ekki fjárhagsleg atriði út af fyrir sig.
Hvernig svo sem tekst til með þá hlið mála skiptir meginmáli fyrir einstaklinginn í því samhengi og þar með þjóðina í heild hvernig honum tekst að komast í gegnum slíka erfiðleika. Varast skyldi að gera grín að "hjátrú" fólks, sérstaklega ef hún (í víðum skilningi) gagnast sem tæki til þess meðal annarra aðferða.
Í þessu samhengi greini ég á milli þess sem kalla mætti "trúarlega trú" eða átrúnað/trúarsetningar og "árangursmiðaða trú" eða viðhorf (sbr. sjálfstraust og því að hafa trú á markmiði eða niðurstöðu o.þ.h).
Gott væri að sálfræðingar kæmu upp með eitthvað virkilega bitastætt og skilvirkt í því sambandi sem leggja mætti vísindalega blessun yfir ef önnur blessun þykir ekki duga formlega séð.
Á meðan stjórnvöldum tekst ekki að leysa efnahagsvandamál einstaklinga og þjóðar með sjálfbærum hætti í bráð og lengd þarf fólkið sem er í vandræðum á öllum jákvæðum ráðum að halda til að komast af með einhverju móti sem manneskjur; Og náttúrulega til framtíðar líka.
Aukin hjátrú eftir hrun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
24.7.2012 | 13:20
Samviskubit og friðþæging með þjóðarauði
Hefur verið stundað arðrán á grunni náttúruauðlinda hér? Má ekki greina vissa hliðstæðu í þeim efnum við ástandið í Kúveit? Hvað gerum við í því?
Mun einhver fá samviskubit í því sambandi og vilja friðþægja af eigin dáðum?
Gjafmildi í Kúveit | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.7.2012 | 23:46
"Forðum þú mig fóstraðir byggðin mín"
Húnavakan er hafin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.7.2012 | 21:15
Deep Purple í Rokki
Það er dapurlegt að horfa á eftir góðkunningjum sínum, miðlurum eyrnaormanna, sem sett hafa mark sitt á tónlistarhlustun og -upplifun manns á ævinni. En, þetta er lífsins gangur og sígildu verkin þeirra lifa áfram meðan tónlist verður miðlað.
Platan Deep Purple in Rock (1970) markaði viss tímamót í minni tónlistarupplifun þá loks að ég komst í tæri við hana, en það var heilu ári síðar (ásamt Aqualung með Jethro Tull sem ég sömuleiðis missti óafvitandi af í heilt ár, en það er önnur saga).
Orgelsólóin hans Jon Lord á plötunni voru nýstárleg á þessum tíma, sérstaklega "sándið" og hljómflæðið sem honum tókst að gusa út úr Hammondinum sínum, sbr. t.d. í intróinu á laginu "Living wreck". Það er hliðstætt hver sem er að fara að gjósa. Auk hraðra sólóa með tilheyrandi fingrafimi á nótnaborðinu gat hann einnig töfrað fram af list dulmagnaða stemningu með einföldum og lágstemmdum laglínum eins og í upphafi "Child in time".
Það er samt heildarmyndin af hljómsveitinni allri sem situr eftir, þar sem Jon Lord var umvafinn hópi snillinga hverjum á sínu sviði. Jon Lord var hluti af "gömlu" Deep Purple og saman sköpuðu þeir hina eftirminnilegu töfra. Það liggur við að ég sé enn með hellu fyrir vinstra eyranu eftir tónleika sem ég fór á með þeim í KB-Hallen í Kaupmannahöfn 20. mars 1972, en þar var stuð. Það kom skemmtilega á óvart áratugum síðar að upptaka einmitt af þeim tónleikum gefin út á myndbandi - sem mér og áskotnaðist mér til mikillar ánægju.
Jon Lord úr Deep Purple allur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
7.7.2012 | 14:59
Vitið í askana
Á dæminu um heildarlausn verkfræðifyrirtækisins Alu1, sem bar sigurorð af erlendum keppinautum sínum samkvæmt viðhangandi frét, sannast að bókvitið verður í askana látið fyrir rest þegar til lengri tíma er litið.
Til hamingju með þetta. Þetta hlýtur að vera og ætti að vera hvatning fyrir aðra að feta slíka leið.
Sömuleiðis er það vísbending til yfirvalda að markviss uppbygging menntunar skilar sér um síðir og til frambúðar sem undirstaða velmegunar þjóðarinnar ef rétt er á haldið.
Þar verður þó að gæta þess m.a. að fara ekki offari í tilkostnaði og haga námsframboði og menntunar- og starfsvalshvatningu þannig að hver og einn fari þá leið sem honum og samfélaginu hentar.
Gera milljarðs samning við Norðurál | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
4.7.2012 | 11:07
Kerfi til atkvæðaráns
Núverandi kosningakerfi með 5%-þröskuld útilokar að framboð sem fá minna en 5% fylgi kjósenda fái menn á þing í samræmi við atkvæðamagn þeirra. Til að kóróna óréttlætið er "dauðum" atkvæðum þeirra endurúthlutað á bróðurlegan hátt í formi uppbótarþingmanna til þeirra framboða/flokka sem komast yfir þröskuldinn eftir ákveðnum reglum.
Þetta minnir óhugnanlega mikið á kvikmyndir úr Villta Vestrinu þar sem ræningjar skipta ránsfeng sínum á milli sín að ráni afloknu.
# Þetta eru fáránlegar reglur og ekkert annað en rán á atkvæðum.
# Þetta er ígildi þess að kjörseðlum sé breytt þegar þeir hafa verið afhentir í kjörkassa.
# Þetta er afbökun á lýðræði og, að því er þessi "dauðu" atkvæði undir 5%-mörkunum varðar, í ætt við valdarán; Rán á lýðræðislegum rétti þeirra sem kusu framboðin sem náðu ekki 5%-mörkunum til að hafa áhrif á Alþingi.
# Þetta er mismunun milli þegna lýðveldisins sem ekki fær staðist.
# Þetta er ekkert annað en ein tegund harðstjórnar undir yfirskini lýðræðis.
Brennandi spurning: Kom þjóðin þessari 5%-reglu á?
Svar: Nei. Það voru ríkjandi stjórnmálaflokkar í krafti þingræðis.
Viðbótarspurning: Er það fullkomið lýðræði? Svar: Nei, augljóslega ekki. Það er flokksræði og samkvæmt vilja og markmiðum þeirra hagsmunaafla sem þar eru að baki. Er augljóst að hagsmunir almennings séu þar í fyrirrúmi?
Hvað er til ráða?
Svar: Eðlileg viðmiðunarregla væri að jafnt kjörfylgi allra frambjóðenda þyrfti til að koma manni á þing.
Viðbótarspurning: Hvað er "jafnt kjörfylgi"?
Svar: Miðað við að fjöldi þingmanna á Alþingi er 63 væri jafnt kjörfylgi bókstaflega 1/63, eða um 1,6%. Það er öllu lægra en núverandi 5%-viðmið.
Brennandi spurning: Hvernig stendur á þessari hrópandi mismunun?
Svar: Mismununin er til komin vegna ofríkis gamalla og ríkjandi stjórnmálaflokka í krafti þingræðis.
Viðbótarspurning: Hvernig hafa gömlu flokkarnir farið að því?
Svar: Með falsrökum þeirrar mýtu/goðsagnar að "of litlir" flokkar yllu "sundrungu" á Alþingi!
Það eru augljóslega "rök" sem halda ekki vatni vegna þess að þingræði á grunni fulltrúalýðræðis byggir einmitt á því að sjónarmið allra kjósenda eigi sér raddir á þingi. Slíkar raddir eru öll lögformleg framboð meðal kjósenda lýðveldisins og ekki er hægt að segja að lýðræði ríki ef þau hafa ekki jafnan rétt í reynd til að koma frambjóðendum á þing. Reglur sem kveða á um þröskuld hærri en 1/63 (1,6%), eins og núverandi 5%-regla, eru brot á þeirri jafnræðisreglu.
Stóra spurningin: Vill íslenskur almenningur, kjósendur, að ójafnræði 5%-reglunnar verði við haldið áfram?
Ja, maður spyr sig!
PS: Ein tegund misréttis og ójafnræðis milli kjósenda felst einnig í mismunandi vægi atkvæða eftir kjördæmum þar sem fyrirfram er ákveðið hver þingmannafjöldi kjördæmis er sem ekki er í hlutfalli við íbúafjölda.
Stjórnarflokkarnir bæta örlítið við sig | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.7.2012 | 00:23
Guðseindin og "sköpun úr engu"
Hinir fornu gnóstíkear (e. gnostics) voru inni á því fyrirbæri sem þessu tengist, þ.e. "sköpun úr engu". Að vísu álitu þeir að sköpunin væri ekki úr "engu" heldur kæmi til og gerðist með ákveðnum hætti. Þeir voru þar greinilega inni á því fyrirbæri sem tengjast kenningum skammtafræði í dag um það að "efni" getur birst ýmist sem eindir (e. particles) eða tíðni (e. vibration).
Ég skoðaði þessi geysilega áhugaverðu og athyglisverðu gnóstísku fræði og tengdar mýtur í tengslum við lokaritgerð mína í guðfræði, Um huglægan sköpunarmátt að fornu og nýju, en ég fer nú ekki nánar út í þá dularfullu sálma hér! Þetta var fyrir innvígða til forna og því leynilegt.
(Hint: Þessar upplýsingar/kenningar voru settar fram af gnóstíkeum í formi mýtu að stofni til sem mönnum hefur reynst erfitt að túlka, eðli málsins samkvæmt).
Kenning kristinnar kirkju um "sköpun úr engu" á rætur að rekja til þessara gnóstísku hugmynda þótt því sé nú ekki flíkað í þeim ranni. Það finnst mér bagalegt þar sem þær varpa "skiljanlegu" ljósi á kenninguna og reyndar jafnframt aðra grundvallarkenningu kristninnar, Þrenningarkenninguna.
Vísbendingar um tilvist Guðseindarinnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)