28.12.2009 | 13:55
Tvær spurningar
1) Af hverju var þessi fyrningarfrestur sem nú fyrst er vakið máls á á Alþingi ekki framlengdur strax eftir bankahrunið? Þá hefði sá festur náð aftur fyrir stofnun Icesave-hneykslisins.
2) Stenst þriggja ára fyrningarfrestur fyrir tiltekna Íslendinga stjórnarskrá og jafnræðisreglu?
Varðar stjórnun landsins ekki þýðingarmestu málefni þjóðarinnar? Eru það ekki þýðingarmeiri mál en til dæmis viðskiptaskuldir sem fyrnast á fjórum árum o.s.frv.?
Það er greinilegt að þriggja-ára-regla er sett og samþykkt af þingmönnum sem reikna með að gegna ráðherraembættum sjálfir. Það má kannske þakka fyrir að þetta skuli ekki hafa verið eins-árs-regla! Nú er mikilvægt að þegnar landsins veiti þingmönnum aðhald og minni þá á fyrir hverja þeir starfa, þ.e. að þeir eigi að starfa fyrir þjóðarheildina en ekki sérhagsmuni.
Fyrningarfrestur þrjú ár | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.