Björgunarhringur Ólafs Ragnars Grímssonar forseta

Ólafi Ragnari Grímssyni hefur verið réttur björgunarhringur sem honum veitist til að rétta hlut sinn frammi fyrir hneykslaðri þjóðinni, vonsviknum aðdáendum og kjósendum, og glaðhlakkalegum fjandmönnum og úrtöluliði.

Sá björgunarhringur felst í hlutverki hans sem forseta með því að neita að skrifa undir Icesave-lögin sem flestir úr stjórnarflokkunum samþykktu þ. 30.12.2009, þeim örlagaþrungna degi. Með því uppfyllir hann óskir og vilja meirihluta þjóðarinnar, ef marka má niðurstöður skoðanakannana nýverið, um að málið fari í þjóðaratkvæðagreiðslu. Sá meirihluti Þjóðarinnar óskar eftir því að fá að segja álit sitt á málinu með þeim hætti. Það þykir liður í viðleitni til eflingar á lýðræði landsins og minnkun á óþolandi þöggun í þjóðfélaginu.

Í ljósi forsögunnar á ferli Ólafs Ragnars Grímssonar í embætti mun þessi björgunarhringur vera líklegur til þess að brúa gjána sem myndaðist milli hans og þjóðarinnar við afhjúpun á innistæðulausum "sigrum" banka- og fjármálaforkólfa sem við fjárglæfraiðju sína höfðu sólundað reiðufé innistæðueigenda, sem treystu þeim fyrir fé sínu, í skjóli svokallaðs eftirlitsnets embættis- og ráðamanna sem reyndist harla götótt.

Ef Ólafur Ragnar Grímsson nýtir sér ekki þennan björgunarhring sem í því felst að neita að undirrita Icesave-lögin er augljóst að hann yrði ekki lengur glæsilegur forseti meiri hluta þjóðarinnar eins og áður var, þess meirihluta í ofangreindum skoðanakönnunum sem vill þjóðaratkvæðagreiðslu um málið. Þá yrði væntanlega fokið í flest skjól og ekki landsýn.


mbl.is Forseti tekur sér frest
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Rétt hjá þér Kristinn hann verður að víkja ef hann skrifar undir. Gleðilegt ár.

Sigurður Haraldsson, 1.1.2010 kl. 02:08

2 Smámynd: Kristinn Snævar Jónsson

Hann situr áfram ef hann samþykkir Icesave-lögin, kjósi hann svo, en hann yrði varla forseti og sameiningartákn í hugum þeirra sem vilja að lögin verði borin undir þjóðaratkvæðagreiðslu. Heldur ekki þeirra sem skrifa undir áskorunarlistann um þjóðaratkvæðagreiðslu á www.indefence.is

Hann yrði forseti og sameiningartákn einhverra annarra, einhvers minnihluta þjóðarinnar. Hverra þá? Myndi meirihluti þjóðarinnar klappa fyrir því?

Kristinn Snævar Jónsson, 1.1.2010 kl. 15:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband