Auðlindir Íslands hafa líka vaxandi áhrif. Samningsstaðan ER sterk. Spilin á borðið!

Bretar hafa látið af hendi hryðjuverkafanga í skiptum fyrir viðskiptahagsmuni. Hér er gott dæmi um hve auðlindir lands skipta gífurlega miklu máli. Lífsbaráttan skiptir ávallt mestu máli hjá lífverum, líka Bretum, þegar allt kemur til alls.

Ísland á ofgnótt auðlinda, bæði matvæli í sjó og á landi og framleiðslumöguleika á þeim sviðum, ferskvatn, orku í iðrum jarðar, landrými, og lega Íslands hefur enn á ný stóraukna og vaxandi þýðingu varðandi siglingaleiðir og jafnvel olíufundi. Þetta er ekki lítil "skiptimynt"!
Þvert á móti öllum barlóm og úrtöluröddum sem yfirgnæft hafa alla umræðu hérlendis undanfarið þá er samningsstaða Íslands og Íslendinga sterk og sífellt batnandi, aðeins ef stjórnvöld koma auga á hana og kunna að nýta hana. Um þetta hef ég fjallað nánar í pistli mínum um lífslindir og lífsstíl Íslendinga á landi sínu.

Hver hefði trúað því fyrr en á reyndi að Bretar létu af hendi dæmdan hryðjuverkamann (sem reyndar lýsir yfir sakleysi sínu) fyrir að hafa myrt hátt á þriðja hundrað grandalausa almenna borgara með því að sprengja farþegaflugvél á flugi yfir íbúahverfi í Skotlandi? Í skiptum fyrir aðgang að auðlindum! Efnahagslegir hagsmunir skipta sköpum þarna eins og endranær.

Stjórnvöld og allar barátturaddir á Íslandi!:
Vaknið til vitundar um auð okkar og raunverulega sterka samningsstöðu!
Hér dugar engin tæpitunga og diplómatísk hræsni né þrælsótti gagnvart öðrum þjóðum og yfirþjóðlegum stofnunum!
Spilin á borðið!
Farsæl aðgerðaáætlun er eftirfarandi
:

Þau ríki og þeir aðilar sem hæfa og sem vilja vinna með Íslendingum að því að byggja upp sterkt efnahagskerfi á Íslandi á grunni íslenskra auðlinda og á forsendum íslensku þjóðarinnar skulu boðin velkomin og við þau samið á sanngjörnum forsendum og hagkvæmum skilmálum fyrir báða aðila.
Öðrum þjóðum og aðilum skal vinsamlegast bent á að endurskoða hug sinn eða ella leita fyrir sér annars staðar í heiminum að jafn góðum kostum og hér eru til staðar. (Sú leit verður þeim löng). Hér má engan tíma missa
.

Sem fyrst þurfum við auk þess að gera það sem segir í pistli mínum um hvernig við vindum ofan af greiðsluerfiðleikum heimila í landinu.

- - -

PS. Það er kannske ekki víst að höfum neina hryðjuverkamenn í skiptum fyrir viðskiptahagsmuni í kaupbæti eins og Bretar! Enda þurfum við ekki á því að halda, út af fyrir sig, ef við glutrum ekki niður auðlindum okkar og þeim tækifærum sem í þeim felast til nýrrar sóknar og viðreisnar.


mbl.is Viðskiptahagsmunir höfðu áhrif
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband