19.8.2009 | 16:47
Siðferðisleg viðhorf óbreytt frá því fyrir hrun?
Mér finnst afar líklegt að kröfuhafar geti bent á færa stjórnendur og starfsmenn sem þeir treysta til að vinna vinnuna sína sem þeir eru ráðnir til, án þess að þurfi að múta þeim sérstaklega eins og hér virðist vera boðið upp á. Ég er sammála Vilhjálmi um að það augljósa atriði að umrædd "launakjör" eru algjör firra. Það ber frekar að líta á þetta sem lélegan og óviðeigandi brandara í stöðunni.
Ef mönnunum er alvara hlýtur að mega kalla það algjöra veruleikafirringu. Ætti samskonar firring og kom bankanum í þrot að koma honum á réttan grunn aftur? Sams konar mat á "góðum" fjárfestingarkostum?
Hljómar eins og fjárkúgun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég er mjög ánægður með lögin á tónlistarspilaranum.
Sveinn hinn Ungi (IP-tala skráð) 21.8.2009 kl. 17:19
Takk kærlega fyrir. Gott er að heyra það.
Ég bendi í framhaldi af því á meira á tónlistarvefnum www.gogoyoko.com
Þar er meira af efninu mínu ásamt nýjustu "rafplötunni" minni, Lífsins gangur, á http://www.gogoyoko.com/krisjons
Á www.gogoyoko.com er hægt að hlusta á sýnishorn af öllum lögum allra platna sem þar eru. Einnig er hægt að streyma öll lög á sínum spilara eftir að hafa skráð sig inn sem notanda, sem er ókeypis. Endilega prófa það!
Kristinn Snævar Jónsson, 26.8.2009 kl. 22:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.