12.8.2009 | 15:12
Er þetta satt?
Sæl Vigdís.
Hefur einhver, t.d. á Alþingi, mótmælt þessari túlkun þinni á þeim ummælum sem þú hefur eftir aðstoðarmanni fjármálaráðherra að um "allsherjarveð í eignum íslenska ríkisins" sé að ræða?
Ef ekki, þá má þvert á móti furðu sæta að forseti þingsins skuli láta óátalinn málflutning þingmanna sem neita þeirri túlkun og gera lítið úr málshefjendum eins og þér sem benda á ósómann.
Fáðu þetta endilega á hreint og fáðu stjórnarliða til að svara með öðru en útúrsnúningi eða rökleysu. Hið sanna verður að vera ljóst í málinu.
Þetta er ekkert smáatriði í sambandi við Icesave-nauðungarsamninginn sem stjórnin óskar eftir að þið samþykkið á þingi til að knésetja íslenskt efnahagslíf í núverandi mynd. Spyrja má með réttu hverra hagsmuna sá Íslendingur er að gæta sem samþykkir slíkt.
Allsherjarveð í eigum Íslendinga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Evrópumál, Stjórnmál og samfélag, Utanríkismál/alþjóðamál | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.