Sáttasemjara í málið

Þarna blasir við að "hlutlaus" sáttasemjari, sem vinveittur er báðum aðilum eða a.m.k. ekki úr ranni annars þeirra, getur borið klæði á vopn til að komast að skynsamlegri niðurstöðu sem báðir aðilar geta sætt sig við.

Þetta sýnir ennfremur að stórveldi eins og Bandaríkin gætu verið að taka við sér og skoða málið í stærra samhengi þótt þeir hafi "hlaupið" fyrir stuttu frá landinu. Þeir gera sér e.t.v. grein fyrir því að úr því sem komið er er ekki hægt að láta það enda í vitleysu vegna hugsanlegra örþrifaráða Íslands sem hefði ögrandi áhrif fyrir jafnvægið á norðurhveli.
Hvers vegna halda menn að Rússar hafi verið að vekja athygli á velvild sinni í garð Íslands í dag?  Stjórnmálamaður í Noregi einnig! Þar að auki bárust fréttir af því fyrr á þessu ári að Kínverjar hefður verið að kanna hafnaraðstæður á Norð-Austurlandi með hugsanlegar siglingaleiðir um Norður-Íshaf í huga.

Fáum vinveitt land sem sáttasemjara í Icesave-málið til að gangast fyrir skynsamlegum efnistökum í því og samræðum milli aðila augliti til auglitis!


mbl.is Skynsamlegt að semja að nýju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband