Hverju svara hinir giftulausu menn?

Ef þetta er rétt, ef fjármunum Giftar hefur verið varið svona, þá mega aðilar málsins, ekki síst þeir giftulausu menn sem trúað var fyrir sjóðum Giftar, heldur betur biðja fyrir sér og skjólstæðingum sínum og tína til rök til að verja þessar ráðstafanir.
Hverju munu þeir svara þeim ca. 45 þúsund fyrrverandi vátryggingatökum í gömlu Samvinnutryggingum gt sem áttu von á góðum glaðningi, 30 milljörðum króna samkvæmt fréttum á sínum tíma, en fengu svo ekki neitt? Það verður fróðlegt að heyra, svo vægt sé til orða tekið. Þetta verður að skýra.
Vonandi gangast þessir tíu tryggingatakar fyrir því. Þeir ættu að hafa drjúgan hluta þjóðarinnar á bak við sig; fjölskyldur hinna 45 þúsund tryggingataka!

 


mbl.is Undirbúa málsókn á hendur Gift
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband