28.10.2017 | 10:35
Mikilvægt er að kjósa - Það skiptir vissulega máli
Já, ég ætla að kjósa og nýta atkvæðisrétt minn.
Ef fólk sem hefur hugleitt að sleppa því að kjósa að þessu sinni fer nú samt á kjörstað og kýs þá verður það hluti bylgju sem hefur sannarlega áhrif þegar talningarniðurstöður liggja fyrir.
Allir sem kjósa hafa áhrif. Það er óhjákvæmilegt í þessu lýðræðislega samfélagi okkar Íslendinga og takk fyrir það. Ég ætla að kjósa!
Framsókn stærri en Miðflokkurinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Kjaramál, Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þeir sem eru að íhuga að kjósa Samfylkinguna, Píratann, Vinstri Græna, Viðreisn og Bjarta Framtíð ættu bara að spara sér sporin og fara ekki á kjörstað.
Hvað eiga þessir flokkar sem eru hér að ofan sameiginlegt: ESB flokkar og Opin Landamæri, Ísland hefur ekkert að gera með að hafa svoleiðis flokka á Alþingi og þaðan af siður að vera í Ríkisstjórn.
Kveðja frá Houston
Jóhann Kristinsson, 28.10.2017 kl. 13:48
..Margir af þeim sem þú nefnir virðast hafa farið að þínum orðum, Jóhann, enda voru orð mín ekki ætluð þeim.
Kristinn Snævar Jónsson, 29.10.2017 kl. 10:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.