Rökvillan í aðförinni gegn forsætisráðherra

Í raun og veru liggur allt fólkið sem var í samningsliði Íslands gagnvart erlendu kröfuhöfum föllnu bankanna undir ásökun þessa "upphlaupsfólks"; ásökun um samsæri.

Halda mætti að upphlaupsfólkið haldi að forsætisráðherra hafi verið einn um það að semja við hina erlendu hrægammasjóði svokölluðu fyrir sína hönd og fjölskyldunnar persónulega.

Auðvitað er það fjarri öllu sanni! Þar á bekk með honum voru að sjálfsögðu fjölmargir aðrir opinberir aðilar, svo sem í ráðuneytum og Seðlabanka Íslands með seðlabankastjóra í broddi fylkingar, auk ýmissa tilkvaddra sérfræðinga innlendra og erlendra sem veittu ráðgjöf.

Þar sem fjöldinn allur af fólki var saman í því að semja við slitabúin er þar af leiðandi út í hött að halda því fram að einn maður, forsætisráðherra, hefði getað komið einhverjum persónulegum sérhagsmunum þar að. Nema þá og því aðeins að hér hafi átt sér stað eitthvert stórkostlegt samsæri allra þessara aðila gegn hagsmunum Íslands. Það er ekki lýginni líkt!
En ekki er hægt að sjá annað en að ásökun um það felist samt í rökvillu upphlaupsfólksins gegn forsætisráðherra einum.

Furðu sætir að einhverjir af þessum opinberu aðilum skuli ekki hafa lagt orð í belg í þessu máli, þó ekki væri til annars en að þvo af sér áburðinn um þær sakir í þeirra garð um það samsæri sem í ásökunum upphlaupsfólksins felst.


mbl.is Ekki nóg að vera bara reiður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: halkatla

Það skiptir engu máli og breytir engu þó að hann hafi ekki verið aleinn að verki.

halkatla, 21.3.2016 kl. 13:30

2 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Það er greinilegt að þú leggur annan skilning í hugtakið "vanhæfi" heldur en það sem í hugtakinu er fólgið.  Það er helvíti hart ef útúrsnúninga aðferðir lagatækna eru búnar að gegnsýra svo þjóðarsálina að allt sé orðið túlkunaratriði og engin sameiginloeg þjóðarvitund lengur til.  Hvað eigum við að kalla svona hugsunarhátt?  Prinsipleysi?

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 21.3.2016 kl. 13:48

3 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

p.s  Þessar útúrsnúningaaðferðir lagatækna hétu einfaldlega hundalógik hér áður fyrr og fer vel á því að kalla þessa rökvillukenningu þína einfaldlega hundalógik

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 21.3.2016 kl. 13:51

4 Smámynd: Kristinn Snævar Jónsson

Vanhæfi var ekki til umræðu í þessum pistli mínum, heldur sú ásökun "upphlaupsfólks" í garð forsætisráðherra um að hann hefði verið með eða getað viðhaft einhverja persónulega hagsmunagæslu í samningum við erlendu kröfuhafasjóðina. Ég bendi á að því fari fjarri, nema þá og því aðeins að allir hinir fjölmörgu og aðilar sem komu að málinu fyrir Íslands hönd hefðu tekið þátt í slíku samsæri, sem er náttúrulega fráleitt. Þetta er rökrétt ályktun í því samhengi, en ekki "hundalógík". Það er augljóslega út í hött hjá upphlaupsfólki að halda því fram að forsætisráðherra hafi viðhaft einhverja persónulega hagsmunagæslu í málinu.

Kristinn Snævar Jónsson, 21.3.2016 kl. 14:19

5 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Ktistinn Snævar. Þú hefðir (líkt og aðrir sem tjá sig um þetta mál) gott af því að kynna þér hæfisreglur stjórnsýslulaga.

http://www.althingi.is/lagas/nuna/1993037.html#G3

Starfsmaður eða nefndarmaður er vanhæfur til meðferðar máls:
   1. Ef hann er aðili máls, fyrirsvarsmaður eða umboðsmaður aðila.
   2. Ef hann er eða hefur verið maki aðila, skyldur eða mægður aðila í beinan legg eða að öðrum lið til hliðar eða tengdur aðila með sama hætti vegna ættleiðingar.
   3. Ef hann tengist fyrirsvarsmanni eða umboðsmanni aðila með þeim hætti sem segir í 2. tölul.

Guðmundur Ásgeirsson, 21.3.2016 kl. 14:29

6 Smámynd: Skeggi Skaftason

Kristinn Snævar,

ertu að segja að Forsætisráðherra hafi í raun haft engin áhrif á niðurstöðu samninganna við slitabúin??

Það er nú ekki sú mynd sem flokkssystkin hans draga upp, þau keppast um að lýsa þessu máli sem alveg sérstök kappsmáli Sigmundar Davíðs og að honum beri ekki síst að þakka þann árangur sem náðist.

Skeggi Skaftason, 21.3.2016 kl. 15:24

7 Smámynd: Kristinn Snævar Jónsson

Eins og ég benti á í aths. minni nr. 4 hér ofar var ég ekki að ræða um vanhæfi, heldur umrædda rökvillu í ásökunum sumra um að forsætisráðherra hafi unnið, eða hafi getað unnið gegn hagsmunum ríkisins í samningum við erlenda kröfuhafasjóði.
Vilji fólk ræða um meint vanhæfi skal það þá vera nákvæmara í ásökunum sínum og halda sig við orðræðu um vanhæfi, en ekki til dæmis beinar ásakanir um hagsmunagæslu.
Ágæt ábending er hjá þér G.Á. að draga fram þessa lagaklausu stjórnsýslulaga um vanhæfi og þá skal henni líka vera beitt um öll meint vanhæfismál fólks í stjórnsýslunni, ekki síst því sem kom að þessu máli; einnig öðrum tilvikum.

Í fyrsta lagi þarf þá að hafa á hreinu til hverra aðila lögin ná til, sbr. I. kafla laganna um gildissvið.

Í öðru lagi þarf þá ennfremur að skilgreina stöðu forsætisráðherra sem "aðila" meðal annarra í þessu máli, í ljósi þess að ótölulegur fjöldi aðila og fólks kom við sögu í vinnu við gerð samninga við kröfuhafana ásamt ráðherrum ríkisstjórnarinnar og ríkisstjórnarinnar sem slíkrar í heild, sbr. það sem segir einnig í tilvitnuðum kafla II. um sérstakt hæfi. Til dæmis segir í öðrum mállið 6. gr. II. kafla: "Eigi er þó um vanhæfi að ræða ef þeir hagsmunir, sem málið snýst um, eru það smávægilegir, eðli málsins er með þeim hætti eða þáttur starfsmanns eða nefndarmanns í meðferð málsins er það lítilfjörlegur að ekki er talin hætta á að ómálefnaleg sjónarmið hafi áhrif á ákvörðun.". Takið eftir þessum hluta setningarinnar: "...eða þáttur starfsmanns eða nefndarmanns í meðferð málsins er það lítilfjörlegur..."  - Þ.e.a.s. hafði forsætisráðherra einhverjar forsendur til að spila stærri þátt eða einleik í afgreiðslu samninganna við kröfubúin heldur en hver og einn í þeim sæg starfsmanna sem um málið véluðu fyrir hönd ríkisins?

Ég spyr sem leikmaður, en ég er ekki löglærður þótt einhverjir hafi haldið það og að ég væri að gefa mig út fyrir að vera slíkur. / Með vinsemd, KSJ.

Kristinn Snævar Jónsson, 21.3.2016 kl. 15:38

8 Smámynd: Kristinn Snævar Jónsson

Skeggi: Að sjálfsögðu ekki. Hann ásamt flokki sínum mótaði og lagði þessa pólitísku stefnu hvernig tekið skyldi á erlendu kröfuhafasjóðunum. Hann var hins vegar ekki einni í liði samningafólks og vinnunni þar að lútandi fyrir hönd íslenska ríkisins og ríkisstjórnarinnar.

Kristinn Snævar Jónsson, 21.3.2016 kl. 15:41

9 Smámynd: Rafn Guðmundsson

ja - sumir frmasóknarmenn segja/gefa í skyn að ef SDG hafi ekki verið þarna þá hefði EKKERT gerst í þessum málum.  þetta fanst mér heyrsta núna síðast á laugadag

Rafn Guðmundsson, 21.3.2016 kl. 15:49

10 Smámynd: Skeggi Skaftason

Hér er ágætt dæmi til umhugsunar, sem ég sá á netinu:

Segjum sem svo að borgin stæði í meiriháttar uppgjöri t.d. vegna eignanáms á stóru landi og borgarstjóri Dagur B. væri í forsvari fyrir verkefnið fyrir hönd borgarinnar. Svo kæmi í ljós eftirá að eiginkona borgarstjóra átti hlut í landinu, en borgarstjóri hefði haldið þeirri staðreynd leyndri. Væri það í lagi

Myndi það hafa áhrif á málið ef borgarstjórinn segðist ekki hafa látið hagsmuni konu sinna trufla sína afgreiðslu á málinu?

Myndi það hafa einhver áhrif á hæfið/vanhæfið, ef borgarstjóri segði (líkt og Kristinn Snævar), tja, ég kom nú alls ekki einn að þessu.

Skeggi Skaftason, 21.3.2016 kl. 16:18

11 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Skeggi í þessu er ekki hliðstæða,hafi Arna Dögg átt hlut í landi innan borgarinnar,hefði hún borgað eignaskatt af eigninni.Dagur hefði ekki talið það í frásögufærandi,þar sem með því er það opinbert,auk þess er hann ekki löglærður eða "landaeignasali" og mjög margir komiða málinu; Þannig lýsir sakleysið sér í mínum  huga> hann þurfti ekkert að uplýsa það sem er/var vitað. 

Helga Kristjánsdóttir, 21.3.2016 kl. 20:57

12 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

  Hliðstæðan er samt ekki góð,landareign/arfur í peningum.

Helga Kristjánsdóttir, 21.3.2016 kl. 21:00

13 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Réttlætir það brot á stjórnsýslulögum að hafa framið það í "góðum tilgangi" (að sögn þess sem framdi brotið) ?

Guðmundur Ásgeirsson, 21.3.2016 kl. 21:16

14 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Hvar kemur góður tilgangur fyrir,sem stjórnsýslubrot Sigmundar? 

                                  Guðmundur minn er ykkur mikið í mun að sakfella? Hvað gerði forsætisráðherra rangt? 

Helga Kristjánsdóttir, 21.3.2016 kl. 22:05

15 Smámynd: Skeggi Skaftason

Helga: það vissi ENGINN að eiginkona Sigmundar ætti kröfu í þrotabú bankanna fyrir hálfan milljarð.  Það var heldur ekki á almannavitorði að hún væri eigandi félagsins WINTRIS Inc.  Ekki fyrr en rannsóknarblaðamaður var farinn að spyrja þau um málið.

Skeggi Skaftason, 21.3.2016 kl. 22:46

16 Smámynd: Skeggi Skaftason

Helga segir:  "Skeggi í þessu er ekki hliðstæða,hafi Arna Dögg átt hlut í landi innan borgarinnar,hefði hún borgað eignaskatt af eigninni.Dagur hefði ekki talið það í frásögufærandi,þar sem með því er það opinbert"

Til að dæmin séu sambærileg skulum við í þessu ímyndaða dæmi okkar ímynda okkur að Arna Dögg hafi leynt eignaraðild sinni, í gegnum skúffufélag skráð erlendis.

Skeggi Skaftason, 22.3.2016 kl. 10:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband