20.3.2016 | 10:33
Er þetta hringavitleysa hjá ESB?
Í samningi ESB við Tyrklandsstjórn kemur m.a. fram:
"Ef sýrlenskir flóttamenn eru sendir aftur til Tyrklands fær sýrlenskur flóttamaður sem er í Tyrklandi að fara í hans stað til Evrópu."
Ef Tyrklandsstjórn vill "losna við" flóttamenn og hælisleitendur úr landi sínu þá mun hún alls ekki standa í vegi fyrir fólkinu sem þangað er komið og sem vill fara frá landinu norður til annarra Evrópulanda "út í óvissuna". Ætli Tyrkjar muni þá ekki einmitt fremur hjálpa fólkinu áfram "út í óvissuna"?
Samkvæmt þessum samningi, og ef svona er í pottinn búið hjá glúrnum Tyrkjum, mun því stöðugt fækka í hópnum í Tyrklandi með þessum hætti. Þetta verður þá bókstafleg hringavitleysa þar sem sumt fólk þvælist fram og til baka og annað (Sýrlendingar) til ESB-landa í staðinn.
Eða, er einhver krókur á móti þessu hugsanlega bragði Tyrkja hjá hinu eitursnjalla ESB?
Eða, er þetta e.t.v. einmitt tilgangurinn hjá stjórn ESB, að "smygla" með þessum hætti fólkinu til andsnúinna ESB-landa?
Lögðu af stað út í óvissuna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Stjórnmál og samfélag, Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 10:53 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.