17.3.2016 | 16:48
Vegið að öllu samningsliði Íslands
Ýmsir aðilar, "upphlaupsfólk", þar á meðal fólk í stjórnarandstöðu og sumir fjölmiðlar, hófu í gær upphlaup nokkurt gegn forsætisráðherra og fjölskyldu hans, og þar með óbeint einnig öðrum hlutaðeigandi aðilum opinberum, er varðar uppgjörið við slitabú föllnu bankanna og þar með hina svokölluðu erlendu hrægammasjóði.
Í því sambandi er vert að benda á eftirfarandi atriði:
Halda mætti að upphlaupsfólkið haldi að forsætisráðherra hafi einn á bekk verið að semja við hina erlendu hrægammasjóði svokölluðu fyrir sína hönd og fjölskyldunnar persónulega.
Fjarri fer því!
Þar á bekk voru að sjálfsögðu fjölmargir aðrir opinberir aðilar, svo sem í ráðuneytum og Seðlabanka Íslands með seðlabankastjóra í broddi fylkingar, auk ýmissa tilkvaddra sérfræðinga innlendra og erlendra sem veittu ráðgjöf.
Þar sem fjöldinn allur af fólki var saman í því að semja við slitabúin er þar af leiðandi út í hött að halda því fram að einn maður, forsætisráðherra, hefði getað komið einhverjum persónulegum sérhagsmunum þar að.
Með því að ásaka forsætisráðherra um linkind gagnvart hrægammasjóðunum, kröfuhöfum bankanna, þá er upphlaupsfólkið í reynd að ásaka allan þennan hóp í samningsliði Íslands um hið sama! Í reynd er vegið að öllu samningsliði Íslands sem tók þátt í undirbúningi samningsdraga og -gagna og samningum við slitabúin. Ætli upphlaupsfólkinu hafi sést yfir þá staðreynd?
Það hlýtur að mega búast við því að eitthvað heyrist frá öllum þessum aðilum í samningsliði Íslands í tengslum við afnám hafta og uppgjörið við slitabúin, sjálfum sér og þar með forsætisráðherra til varnar og til að hreinsa sig og ráðherra af áburðinum.
Fyrir utan ofangreint atriði hafa ýmsir bent á fjölmörg atriði í hnotskurn um ágallana í málatilbúnaði upphlupsfólksins gegn forsætisráðherra og fjölskyldu hans, sem ég læt vera að tíunda hér, en sem sjá má á ljósvakamiðlum ýmsum.
Vissi ekki um kröfur félagsins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Stjórnmál og samfélag, Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 17:03 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.