Öfgar innrætingar trúarlegrar bókstafstúlkunar

Já, ég tek heilshugar undir þessa yfirlýsingu páfa kaþólsku kirkjunnar þar sem hann fordæmir bókstafstúlkun innan trúarbragða. Slík yfirlýsing um höfnun á bókstafslegri túlkun á trúarritum og öðru því um líku kemur vonum seinna úr þessum ranni sem er reyndar "kaþólskari en páfinn" - en kom þó! Hvílík undur og stórmerki. Hér eru vatnaskil.

Bókstafstrúarlegir öfgar birtast með misjöfnum hætti og umfangi eftir menningarsamfélögum og trúardeildum og sértrúarsöfnuðum. Í versta falli er innræting af þessum toga slík að hinir trúuðu og áhangendur viðkomandi trúarleiðtoga láta leiðast út í hryðjuverk gegn sjálfum sér og öðrum í því sem þeir hafa látið telja sér trú um að þjóni algóðum guði sínum og eigin "sáluhjálp". - Enn þann dag í dag á 21. öldinni!

Félagsleg útskúfun og sundrun fjölskyldna á grundvelli trúarlegra kennisetninga í sumum trúfélögum vestrænna samfélaga eins og okkar er og af þessum toga.

Það er undarlegt að viti borið og menntað fólk á Vesturlöndum skuli láta leiðast út í slíkan átrúnað og undirgangast félagslegar hömlur, boð og bönn og andlega kúgun, sem í versta falli mætti skilgreina sem brot á mannréttindum.
Sömuleiðis er dapurlegt og hörmulegt að sæmilega og vel upplýst og vel meinandi fólk í Evrópu skuli ekki hafa varann á í þessu sambandi í samfélögum sínum og sínu samhengi.

Í Evrópu og á Vesturlöndum lögðust trúarlegir öfgar innan hinnar ríkjandi kristni að miklu leyti af á tímum Upplýsingarinnar, Upplýsingastefnunnar á 18. öld, þar sem kirkjulegu valdi "rétttrúnaðar" var smám saman ýtt til hliðar. Hins vegar hafa íslömsk trúarsamfélög t.d. í Mið-Austurlöndum ekki gengið í gegnum samsvarandi upplýsingartímabil enda er það nánast dauðasök bókstaflega að gagnrýna trúarritin og tilsvarandi kenningar þar á bæ. Þar eru bókstafslegir öfgar enn ríkjandi og við haldið með harðri hendi trúarleiðtoga.
Þar sem þetta fólk nær að mynda nægilega stóra samfélagshópa sem innflytjendur og afkomendur þeirra innan evrópskra lýðræðissamfélaga virðist engin evrópsk "upplýsingaröld" eiga upp á pallborðið hjá þeim nema síður sé. Trúarleiðtogar þeirra á staðnum sjá um það.

Þessum staðreyndum verður fólk að gefa gaum að og ræða í sannleika og af fullri hreinskilni, en ekki umhugsunarlítið og af rótgróinni gæsku sinni og velvilja undirgangast og jafnvel taka þátt í einhliða áróðri ýmissa aðila undir yfirskini títtnefnds "mannkærleika" og "umburðarlyndis" "fjölmenningarsamfélagsins".


mbl.is Páfinn fordæmdi bókstafstúlkun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband