Menntunarstefna og atvinnulíf

Mikið ósamræmi er milli menntunarstefnu og/eða áherslna í annars vegar framboði á menntunarleiðum og tilsvarandi eftirspurn og hins vegar þróun á atvinnumöguleikum eftir starfstegundum.
Aragrúa af fólki er hleypt inn á alls konar námsbrautir á háskólastigi þar sem aðeins brot af fjölda útskrifaðra nemenda mun fá störf við hæfi, þ.e. þeirra sem ekki munu detta út úr námi sökum vangetu, áhugaleysis eða annars; Með tilheyrandi sóun kostnaðar bæði í skólakerfinu sökum brottfalls nemenda og hjá viðkomandi einstaklingum eftir námskostnað sem nýtist síðan ekki til viðkomandi starfa.

Yfirvöld menntamála hafa staðið sig illa í því að kortleggja vænta þörf atvinnulífsins, m.a. með hliðsjón af stefnu hins opinbera í atvinnuuppbyggingu, fyrir hinar ýmsu tegundir starfa og aðlaga framboð á menntun, námstegundir og fjölda einstaklinga, með hliðsjón af því.
Hér er þörf á raunsærri og hagkvæmri menntunarstefnu þar sem einstaklingar eru leiddir eins og mögulegt er eftir hæfni þeirra og áhuga inn á rétta braut í náms- og starfsvali eins snemma í skólakerfinu og unnt er.

Til hvers er verið að mennta ótölulegan fjölda einstaklinga á einhverju sviði þar sem vitað er að aðeins brot af þeim fær störf á því sviði að námi loknu? Væri þeim fjármunum ekki betur varið í t.d. uppbyggingu heilbrigðiskerfisins með samkeppnishæfum launum fyrir heilbrigðisstarfsfólk, hvert á sínu sviði?


mbl.is Háskólamenntun líkist stúdentsprófi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Sæll Kristinn!

Þetta er rétt athugað hjá þér.

Jón Þórhallsson, 27.6.2015 kl. 11:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband