Hrægammasjóðir og handbendi þeirra gegn hagsmunum Íslendinga

Í viðtali DV 25.6.2015 við forsætisráðherra Íslands er eftirfarandi óhugnanlega afhjúpun höfð eftir honum:

"Ég veit að ákveðnir aðilar sem vildu hafa áhrif á umræðuna út af haftamálunum fóru skipulega að dreifa ýmsum sögum um mig og þá með það að markmiði að reyna að draga úr trúverðugleika mínum og skaða möguleika mína á því að hafa áhrif á gang mála. Og talandi um fjárkúgun og hótanir þá hef ég meira að segja fengið hótanir úr þeim ranni."

Þetta er yfirgengilegt og við öll sem þjóð ættum að fylkja okkur að baki þeim sem há baráttuna fyrir okkar hönd við kröfuhafa í bankakerfinu til að forða þjóðinni frá efnahagslegum ógöngum; Gegn hrægammasjóðum kröfuhafa og handbendum þeirra, útsendurum og kvislingum.


mbl.is Sigmundi hótað vegna haftamála
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Já Kristinn Snævar, græðgisjónarmið hrægamma eru yfirgengileg.  Þarna eru samviskulausir aðilar sem hugsa ekki um neitt nema sjálfa sig og að geta hagnast sem mest á kostnað annarra.  Þjóðin þarf að standa á bak við stjórnvöld í þessu máli sem og öðrum þjóðþrifa málum. 

Sigmundur Davíð hefur staðið sig vel og það er þakka vert að hann skuli hafa þá æðruleysi til að bera að standa af sér ógeðfeldar árásir, innan og utan þings.

Tómas Ibsen Halldórsson, 25.6.2015 kl. 11:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband