23.6.2015 | 11:02
Hljóðskert farartæki varasöm heyrnarskertum og öðrum
Nauðsynlegt er að öll rafknúin og slík hljóðlaus eða hljóðlítil farartæki gefi sífellt frá sér eitthvert heyranlegt "þægilegt" hljóð. Allir nýmóðins vörubílar gefa frá sér í sífellu pípandi hljóðmerki þegar bakkað er. Hvers vegna skyldi það nú vera?
Bæði fólk á reiðhjólum og rafhjólum er stór-varasamt þegar það kemur þegjandi og hljóðmerkjalaust skyndilega aftan að og fram úr gangandi fólki á göngustíg eða gangbraut. Oft liggur við slysi af þeim völdum þar sem sá gangandi, óafvitandi um farartækið á eftir sér, gæti skyndilega gengið til hliðar, bent með handleggjum til hliðanna eða hundur í samfylgd hans tekið á rás - í veg fyrir hjólamanninn sem á eftir kemur. Ýmist er ekki bjalla eða flauta á reiðhjólum eða hún ekki notuð þegar komið er nálægt hinum gangandi.
Úr þessu þarf að bæta varðandi tvíhjólin, en þá ekki síður með rafbílana. Það þarf ekki heyrnarskerta til að hætta skapist; Það eru hin hljóðskertu farartæki sem skapa hættuna.
Heyra ekki í rafbílunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkur: Bílar og akstur | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.