Úrelt dómnefnd

Úrslitin í EuroVision söngkeppni Sjónvarpsins og aðdragandi þeirra sýna að það er gjörsamlega úrelt og rangt að vera að flækja málin með því að hafa dómnefnd og ofaníkaupið með svo þungt vægi eins og verið hefur; Dómnefnd sem lýsir aðeins persónulegum sjónarmiðum þeirra fáu einstaklinga sem í henni sitja og eru greinilega ekki fulltrúar meirihlutaálits þeirra sem kusu í símakosningunni eðli málsins samkvæmt. Að mínu mati kaus dómnefndin kolrangt, eins og kom sem betur fer á daginn.

Mér persónulega finnst furðulegt hvað mikið hefur verið látið með framlag þess sem varð númer tvö í úrslitunum. Lagið Lítil skref, á ensku Unbroken, var lang-skemmtilegasta lagið í keppninni, sbr. síðasta pistil minn hér, og líklegast til að vekja athygli almennings svo um munar heldur en vögguvísulagið sem varð númer tvö og ég næstum sofnaði undir er það var flutt. Það sem hélt mér vakandi á meðan var hneykslan mín vegna hins illa gruns um að það væri villandi duttlungum dómnefndarinnar að kenna að lagið varð annað tveggja í úrslitunum.


mbl.is Friðrik Dór fékk fleiri stig
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband