Lítil skref

Að mínu mati er lagið "Lítil skref" áberandi flottasta lagið, meðal annarra flottra og góðra laga í riðlinum í gærkveldi, 7.2.2015; Gott "grúv", hlý og glaðleg og blæbrigðagóð melódía og góður söngur.

Söngurinn og sviðsframkoman eiga bara eftir að styrkjast og magnast með þrotlausum æfingum fram að lokakeppninni í Eurovision ytra.

Já, lagið Lítil skref er stórt skref í áttina að hlutdeild Íslendinga í lokatónleikum EuroVision í Austurríki í vor.


mbl.is 4 af 6 lögum áfram (MYNDIR)
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristinn Snævar Jónsson

Já, ég verð að bæta því við að mér finnst lögin í heild sem voru í seinni riðlinum í gærkveldi, 7.2.2015, óvenjulega áheyrileg öll upp til hópa. Mér finnst þessi riðill marka þáttaskil í íslenskum Eurovision-forkeppnum að því leyti að flest lögin eru af dálítið annarri "gerð", áferð eða "kaliber" heldur en "hefðbundnari" lög sem hafa verið í forkeppnum undanfarin ár.

Kristinn Snævar Jónsson, 8.2.2015 kl. 14:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband