28.1.2015 | 10:41
Matarvenjur mannkyns
Á hverju halda menn og sérfræðingar á þessu sviði að börn og ungabörn hafi lifað á árdögum mannkyns og undangengnum áratugaþúsundum? Seríós, kókópöffs eða nestle-barnamat, vítamínspillum og gerilsneyddum mjólkurvörum?!
Ætli það hafi ekki verið það sem handbært var á hverjum stað og tímaskeiði auk móðurmjólkunnar. Það framleiddi, ásamt náttúru og erfðavali og félagslegum þáttum, bókstaflega þann mannslíkama sem við höfum í dag. Hvernig væri að horfa betur til þessara og slíkra þátta og draga af því ályktanir í stað þess að einblína einvörðungu á atriði í nánustu fortíð núverandi kynslóðar?
Börnin mega aftur borða allt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Lífstíll, Matur og drykkur, Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 10:44 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.