Listaverk í best varðveitta leyndarmáli Reykjavíkur

Styttur eftir Ásmund Sveinsson voru afhjúpaðar af borgarstjóranum með hógværri viðhöfn að viðstöddum fjölmörgum nemendum úr Seljaskóla á nýjum stað í morgun, í Seljahverfi í Reykjavík. Þeim og öðrum viðstöddum fagnendum var síðan boðið inn úr haustkulinu í heitt kakó og kaffi í anddyri Seljakirkju, en þar voru til sýnis m.a. leirstyttur ungra grunnskólabarna sem þau höfðu búið til nýlega í Ásmundarsafni. Voru listaverk þeirra greinilega í stíl við stíl Ásmundar. Á tjaldi í einu horni anddyrisins voru sýndar kvikmyndir er teknar höfðu verið af unga listafólkinu við mótun listaverka sinna.

Sumir hafa kallað Seljahverfi "best varðveitta leyndamálið í Reykjavík" varðandi gæði staðsetningar, sem eru orð að sönnu, enda hefur það tekið margar borgarstjórnir um 35 ár að uppgötva staðinn til varðveislu á fallegum og viðeigandi styttum.

Eins og sjá má er þessi stytta á meðfylgjandi fréttamynd staðsett á litlum grænum og grösugum grasbala við tjörnina skammt frá sælusetrinu Seljahlíð í Suður-mjóumýri. Þar er gott og gaman að vera, ekki síst þegar sólin hlær á hlýjum degi við bekkjasitjurum þar í skjólinu. Annað listaverk var nú og staðsett í hlaði Seljakirkju, andlegrar miðstöðvar í Seljahverfi. Þar er líka gott að draga andann.


mbl.is Tvö verk Ásmundar sett upp í Seljahverfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband