Eru Fjármálamarkaðir "Tortímandi" trúarbrögð nútímans?

 

 

Dr. Mark C. Taylor, forseti trúarbragðafræðideildar Columbia háskóla í New York, hélt athyglisverðan fyrirlestur á málþingi með yfirskriftinni "Fjármálamarkaður: Trúarbrögð nútímans?" þ. 16. maí 2013 í boði Guðfræðistofnunar HÍ og Stofnunar dr. Sigurbjörns Einarssonar.
Hann tengist mjög því efni sem væntanlega verður til umfjöllunar hjá Jim McTague, fréttastjóra hjá bandaríska fjármálablaðinu Barron's á fyrirlestri hans í dag, en hann bendir á að um helmingur viðskipta í kauphöllum í Bandaríkjunum fari fram í gegnum tölvukerfi og forrit sem taka "sjálfstæðar ákvarðanir" á augabragði. - Það er að sjálfsögðu samkvæmt þeim reiknireglum sem forritaðar eru af fjármálafyrirtækjum verðbréfakaupmanna.
Dr. Mark C. Taylor hefur líkt þessu ástandi við þær vélrænu aðstæður sem leiddu ófremdarástand yfir mannkyn í sögu kvikmyndarinnar The Terminator og sem þar eru gagnrýndar.

 

 

Taylor heldur því fram að ávallt séu tengsl á milli trúarbragða og efnahagsmála, eða hagrænna atriða. Með siðbreytingu Lúthers hafi trúarbrögðin verið „einkavædd“, eða færð til einstaklingsins. Taylor benti á þá söguskoðun að auðsöfnun hafi komið til í kalvínisma, þar sem trúuðum var uppálagt að vinna og spara. Þarna séu rætur hins fjármálalega kapitalisma eða fjármálamarkaða sem komið hafa í ljós undanfarna áratugi.
Nú séu tæknin og hraðinn orðinn slík að viðskipti með hlutabréf fyrirtækja og verðpappíra eru framkvæmd á örskotshraða með reiknikerfum í tölvum; Það minni á kvikmyndina um Tortímandann (The Terminator). Þetta hafi átt sinn þátt í hruni fjármálamarkaða 2008.

 

Á grunni greiningar Taylors spyr maður sig hvort og þá hvað trúarbrögð geti gert við þessu ófremdarástandi í samtímanum, í ljósi þess að visst upphaf þess megi rekja til þeirra sjálfra, nánar tiltekið siðbreytingarinnar (Lúthers og Kalvíns) á 16. öld!

 

Nánar tiltekið komu eftirfarandi skoðanir Taylors fram í fyrirlestrinum, en inntaki hans var lýst þannig í tilkynningu frá aðstandendum fyrir málþingið:

„In the past several decades a new form of capitalism has emerged: finance capitalism.  This has been the result of a combination of factors ranging from technological innovation to changes in regulatory policies. The critical variable is speed. Today's high-speed, high-frequency ttrading has created a system that has already brought devastation and now threatens to collapse.

While apparently hyper-modern, financial capitalism has its roots in modernity.  Speed is, in fact, a modern invention. But modernity, in turn, was initiated by Luther.  From Wittenberg to Reykjavik - an unlikely but timely trajectory.“ 


mbl.is Forrit ákveða um helming viðskipta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband