4.3.2014 | 00:56
Afvegaleidd umræða
Stjórnarandstaðan virðist leitast við að umsnúa orðræðunni frá kostum og miklu fleiri göllum við inngöngu Íslands í ESB yfir í það hvort almenningur, lýður lands, eigi að ráða að stofni til í lýðveldi. Það er ekki spurningin.
Umræða hefur að miklu leyti horfið frá umfjöllun um skýrslu Hagfræðistofnunar um stöðu aðlögunarferlisins yfir í eitthvað allt annað. Um leið er verið að tefja þingið frá umfjöllun um brýn efnahagsleg mál hér og nú sem eru mikilvæg fyir almenning í landinu.
Fólk hefur látið afvegaleiðast gegn eigin hagsmunum sökum óprúttinna forkólfa og talsmanna stjórnarandstöðunnar, ekki síst það sem hefur látið blekkjast af mótmælendahirð stjórnarandstöðuflokkanna til að mæta með þeim á Austurvöll til "að mótmæla" í nýliðinni viku. Margir virtust vera að mótmæla einhverju allt öðru heldur en Já- eða Nei-ESB.
Vonandi fer þessari herleiðingu ESB-umræðunnar að linna og þingmenn og fjölmiðlar að ræða um inngönguumsókn Samfylkingar og VG í ESB, kosti hennar og galla fyrir hagsmuni Íslands.
Skýrslan rædd á nefndarfundi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Evrópumál, Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:13 | Facebook
Athugasemdir
Ég vil byrja á að fá það uppgefið frá sambandinu sjálfu af hverju þeir stoppuðu viðræðurnar. Það er ljost að frumkvæði þess kom ekki frá Össuri. Hvað ber á milli? Megum við fá að vita það?
Jón Steinar Ragnarsson, 4.3.2014 kl. 04:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.