Hæstvirt og háttvirt embætti

Ætla mætti að sumir sjái ekki virðuleg embætti og mikilvægi þeirra fyrir persónunum sem klæðast þeim hverju sinni.
Ég lít svo á að með umræddum ávarpstitlum sé réttilega verið að upphefja þessi embætti þjóðarfulltrúa og efla og viðhalda virðingu viðkomandi embætta með tilhlýðilegum hætti á sama hátt og þegnar, vandir að virðingu sinni, bera virðingu fyrir lýðveldinu sjálfu með þegnskap sínum og virðingu fyrir lögum þess, fána og þjóðhátíðardegi.
Hér er um það að ræða að bera virðingu fyrir því sem viðkomandi tákn (hér ávarpstitillinn) stendur fyrir, fyrst og fremst.
Allir hinir þjóðkjörnu fulltrúar þjóðarinnar, þingmennirnir, eru með notkun umræddra ávarpstitla að votta þjóðinni, umbjóðendum sínum, virðingu sína og hollustu og minnast þeirra og sáttmála við þá meðal annars með þeim hætti.
Á þeirri forsendu ætti það að vera auðvelt, fremur en að segja sjálfsögð skylda, fyrir alla þingmenn að viðhalda þessari hefð virðingar á Alþingi og líta á embætti þingmanna sem háttvirt og embætti ráðherra sem hæstvirt. Það skulu þau ætíð vera eins og Alþingi sjálft.

mbl.is Lítill bragur yfir fyrstu skrefum Pírata
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristinn Snævar Jónsson

Að sjálfsögðu er það svo heilög skylda þingmanna að leitast við af fremsta megni að standa með sóma undir því trausti sem þeim er sýnt með kosningu þeirra á þing og að vinna af heilum hug að framfaramálum í þágu þjóðarinnar allrar í anda réttsýni og þekkingarsinnaðrar framsýni og með þjóðarhagsmuni að leiðarljósi.

Kristinn Snævar Jónsson, 15.9.2013 kl. 16:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband