10.4.2013 | 16:56
Nefndarmaður leiðréttir þingmann
Í viðtengdri frétt kemur fram staðfesting á mislestri og oftúlkun þingmanns VG um hvað sagði í bréfi þverpólitískrar nefndar um afnám gjaldeyrishafta. Á það benti ég í pistli fyrr í dag: "Furðulegur mislestur og oftúlkun".
Einn nefndarmanna, Bolli Héðinsson fulltrúi Samfylkingar, staðfestir hér að að stefna Framsóknarflokksins hafi ekki verið til umræðu innan nefndarinnar í þessu sambandi, gagnstætt því sem þingmaður VG hélt fram við mbl.is. Enda hefði það verið í hæsta máta furðulegt.
Vonandi sest moldrykið sem þyrlað var upp í tengslum við bréf nefndarinnar í augljósri tilraun til að kasta rýrð á stefnu Framsóknarflokksins fyrir heimilin í landinu.
Ræddu aldrei stefnu Framsóknar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.