19.10.2012 | 02:32
Almenningshetjan mætt
Eva Joly á heiður skilið. Bók hennar "Hversdags hetjur", sem kom út hér fyrir jólin 2009 er afar athyglisverð. Hún gefur innsýn í ótrúlegt fjármálaplott einstaklinga og fyrirtækja t.d. í hergagnaiðnaði i Bretlandi, mútugreiðslur og hlutdeild hins opinbera í að ná sölusamningum í arabalöndum, undanskot fjármagns í skattaskjólum og fleira. Það er reyndar lýginni líkast og eins og í skáldsögu. Ætli nýja skáldsagan hennar Evu Joly geti tekið þessum raunlýsingum fram? Eva er sannkölluð almenningshetja fyrir baráttu sína gegn féflettum.
Viðskiptahættir hafa lítið breyst | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Stjórnmál og samfélag, Viðskipti og fjármál | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.