Óviðunandi hjartalag

Maður gæti haldið að einstaklingar sem fara með fjárveitingavald og sérstaklega ráðherrar þyrftu að veikjast þannig að þeir þyrftu sjálfir að lenda í lífshættulegri bið eftir að tækjabúnaður komist í lag svo að þeir skilji um hvað málið snýst: Líf og dauða eða varanlega heilsuskerðingu með tilheyrandi örvæntingu. 

Hvers lags hjartalag hefur fólkið sem hér um vélar að það láti annað sem ekki er svo aðkallandi og alvarlegt hafa forgang?

Það er algjörlega óviðunandi ástand að fresta þurfi aðgerðum, sem reynst geta snúast um líf og dauða fólks, vegna blekkingartals um fjárskort; Ekki síst þegar málið snýst um endurnýjun tækjabúnaðar og/eða varahluti í gamlan búnað sem kostar marg-margfalt minna en að gera t.d. göng í gegnum lága heiði við hliðina á góðum vegi. Hér er forgangsröðun dýrmætra fjármuna á villigötum.
Spurningin er hverjir eru svona vegvilltir og hjartalausir.


mbl.is Kalla inn færri í hjartaþræðingu út af biluðu tæki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband