28.4.2012 | 12:27
Samstaða ungs fólks til fyrirmyndar
Hér tekur ungt, hugsandi, þjóðhollt, ábyrgt og jákvætt fólk höndum saman um að efla samstöðu sína og meðal þjóðarinnar allrar um uppbyggilegar úrlausnir á þeim vandamálum sem við blasa og landsstjórnir undanfarinna ára hafa komið okkur í.
Þetta unga samstöðufólk hefur greinilega vaknað til meðvitundar um að þörf er á að taka til höndum í stjórnmálum á Íslandi á forsendum almennings og þjóðarhags með það fyrir augum að finna og greina lausnir sem eru til þess fallnar að rétta við hag almennings og þjóðarinnar allrar til lengri tíma litið, en ekki einvörðungu að grípa til skammtímalausna sem hygla tilteknum hópi á kostnað heildarinnar eða viðhalda óréttlátum sérréttindum til langframa.
Þetta unga fólk finnur, eins og aðrir sem fylkt hafa sér saman undir merkjum samstöðu, að óráð og miskunnarlaus sérhagsmunagæsla hinna gömlu stjórnmálaflokka og þeirra afla sem búa þeim að baki eins og púki á fjósbita og toga þar í strengi, deilandi og drottnandi, hafa leitt þjóðina í miklar ógöngur.
Allir, sem vaknað hafa upp við þann vonda draum sem við stöndum nú frammi fyrir og upplifum í reynd enn sem hina verstu martröð, gera sér grein fyrir því að nú verður að taka upp nýja hugsun og grípa til nýrra úrræða með það að markmiði að efla kjör og hag allra og þar með þjóðarhag til lengri tíma litið.
Albert Einstein mælti af mikilli speki þegar hann benti á að það væri vitfirring að búast við breyttri útkomu ef áfram væru notaðar sömu gömlu aðferðirnar.
Í þessu sambandi má benda á vandamál við afnám gjaldeyrishafta, en núverandi hefðbundin stefna í þeim málum felur í sér að almenningur greiði allan kostnað og byrðar vegna afleiðinga af henni.
Vonandi hefur almenningur á Íslandi ennþá lifandi hugsun og dómgreind til að gera sér grein fyrir þessu þannig að hann leggi af blinda trú á gömlu innantómu og innistæðulausu slagorðin hjá gömlu flokkunum.
Vonandi fer fólk almennt, eins og þetta unga samstöðufólk gerir, að taka sér tíma til að íhuga alvarlega hvað hefur raunverulega verið á seyði og í hvað stefnir að óbreyttu.
Ungliðar mynda samtök | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Lífstíll, Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Afar góður pistill hjá þér Kristinn. Tek undir með þér.
Þarna er glæsilegur hópur ungs fólks á ferð sem vill taka ábyrgð og taka virkan þátt í að skapa framtíð sinnar kynslóðar.
Kristbjörg Þórisdóttir, 29.4.2012 kl. 00:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.