Sinubruni hjá bændum í Borgarfirði

Nú brennur sina í Borgarfirði og leggur þykkan dauðmengandi reykjamökk upp eftir Norðurárdal í hægum andvara af suð-suðvestan.

Dimmir verulega í lofti og sést varla til sólar, sem skein glatt á heiðskírum himni áður en ófögnuðurinn gaus upp.

Ekki kemur fram í lélegri fréttinni hvort bændur hafi sjálfir kveikt ósómann eða hvort eldur hafi kviknað fyrir slysni.

Hafi þetta verið vísvitandi gert af bændum eru viðkomandi  varla með fullu viti og búnir að gleyma stórbrunanum í gróðri á Borgarfjarðarmýrum fyrir nokkrum árum. Einnig kæra þeir sig þá kollótta og sauðflekkótta um það að einmitt um helgar eru hinir fjölmörgu sumarbústaðir í hinum fagra Borgarfirði sneisafullir af fólki sem komið er langt að til að njóta paradísarinnar þar í sveit og súrefni; Hefði þá verið viti nær að brenna sinu ekki um helgar af tillitssemi við gestina.

Spurningin er: Kveiktu bændur umhverfismengandi og lífeyðandi ófriðarbálið af ásetningi?


mbl.is Sinueldur í Borgarfirði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristinn Snævar Jónsson

Upp úr kl. 17:02 var reykgosið að líða hjá og maður dró þá andann léttar eftir að síðustu pústin hurfu til heiða (aumingja svanirnir á tjörninni efst á Holtavörðuheiði). Ég hafði verið að rýna í reyk bólstrana og túlka þá á indjána-reykísku og þóttist ná eftirfarandi skilaboðum úr þeim:

VI. G.R.M Þ.T.A AL.... A..UR STOPP S..RÝ (ég er að reyna að túlka þetta, sérstaklega stafina AL.... ; Hvort það sé orðið aldrei eða alltaf)

Alla vega! Guði sé lof fyrir reykjarkófið varði ekki lengur en raunin var. Takk fyrir það.

Kristinn Snævar Jónsson, 21.4.2012 kl. 22:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband