20.4.2012 | 14:06
Ríkið eykur niðurgreiðslur sínar til lánveitenda - Plástur á graftarkýli
Kristján Þór Júlíusson talar hér um þann vanda sem stafar af verðtryggingu sem er með 100% ábyrgð lántakenda og 0% áhættu lánveitenda. Eitt er að viðurkenna vandann eins og Kristján gerir og mættu fleiri taka sér það til fyrirmyndar vilji þeir kallast trúverðugir gagnvart kjósendum sínum.
Viðeigandi viðbrögð og verk verða þó að fylgja þessari vandaviðurkenningu.
Hið snarasta verður að ganga í það verk að leiðrétta hin stökkbreyttu verðtryggðu lán heimilanna sem hlóðu reiknuðum verðbótum á herðar viðkomandi lántakenda við Hrunið og aðdraganda þess 2008. Að sama skapi hlóðu þau reiknuðum upphæðum inn á tekjureikninga lánveitenda. Afleiðingar þessa forsendubrests verður að leiðrétta og bakfæra.
Hugmyndir ríkisstjórnarinnar um að bregðast við þessum hraðvaxandi vanda núna með því að hækka barnabætur og tilteknar niðurgreiðslur taka ekki á rót vandans. Verðbólgan heldur áfram að hlaða ofan á verðtryggðu lánin og færa fé frá lánþegum til lánveitenda eins og áður með óréttlátum hætti. Ríkisstjórnin væri aðeins að viðhalda þeirri peningamyllu og örva flæði peninga frá almenningi og skattgreiðendum til lánveitenda þegar greiðslugeta lántakenda er þrotin.
Aðstoð ríkisins við lánþega í greiðslu- og skuldavanda til að halda áfram að greiða af verðtryggðum lánum í stað þess að stuðla að skuldaleiðréttingu er eins og að líma plástur á graftarkýli í stað þess að ráðast að rótum meinsemdarinnar og fjarlægja eyðileggingarmátt henar.
Skuldarar geti skilað lyklunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Stjórnmál og samfélag, Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 14:12 | Facebook
Athugasemdir
Eg tók 3 milj. að láni hjá Húsnæðismálastofnun fyrir 17 árum vegna þess að einbýlishús sem eg átti skuldlaust í Hveragerði dugði ekki til að borga litla íbúð í Reykjavík.
eg er búin að borga öll þessi ár af þessu láni sem er til 40 ára.
Eg hringdi í ráðgjafa hjá húsnæðisstofnun og spurði hann þar sem lánið stendur nú í um það bil 6.5 milj. og afborgun af höfuðstól nokkur hundruð kr. hitt vextir og verðbætur og vextir á verðbætur- hvernig eg gæti verið búin að borga upp þetta lán eftir umtöluð 40 ár. H ann sagði tvo kodti í stöðunni og báða góða- afborgum hækkaði um 200 % eða eg lengdi lánið og heldi bara áfram að borga vexti.
Þar með mun bankinn eiga húsn´ðið eftir nokkur ár.
Erla Magna Alexandersdóttir, 20.4.2012 kl. 17:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.