Ringulreið verðtryggingar

Allt réttlæti kallar á það að stökkbreytt verðtryggð lán, eins og gengistryggð lán, verði leiðrétt og höfuðstóllinn lækkaður aftur niður í það sem var áður en skriða hrunsins 2008 lagði af stað í upphafi sama árs (jafnvel fyrr) með hröðu gengisfalli og snöggvaxandi verðbólgu.

Sú leiðrétting á að ná til allra slíkra lána óháð tilgangi lántakans með notkun lánsfjárins, þ.e. hvort um var að ræða lán til kaupa á húsnæði eða öðru. Það varðar jafnræðisreglu.

Höfuðstóll umræddra lána snögg-hækkaði með útreikningi á hækkun samkvæmt viðkomandi vísitölum. Á sama hátt þarf höfuðstóllinn að snögg-lækka; Lántakar fengu ekki útborgaða neina viðbótarlánspeninga í tengslum við þann útreikning. Á sama hátt snýst málið um að framkvæma sama talnaútreikning á höfuðstóli lána með öfugum formerkjum.

Þess vegna eru hugmyndir nú um að "fjármagna" þessa lánaleiðréttingu með hinum eða þessum hætti, t.d. með því að skerða lífeyrisgreiðslur meðlima lífeyrissjóða að einhverju leyti í tengslum við þessa leiðréttingu, út í hött.
Slíkar hugmyndir byggja á misskilningi á eðli höfuðstólshækkunar verðtryggðu lánanna. Lánveitendur fengu án peningaútláta hækkun á lánsfénu með bókhaldslegum aðferðum í samræmi við vísitölutengingu lánanna. Sú hækkun byggði á algjörum forsendubresti í efnahagslífinu sem leiddi þar með í ljós ótrúlegt óréttlætið við verðtryggðu lánin þar sem öll áhætta varðandi verðbólgu hvílir á lántakendum 100% og 0% á lánveitendum.
Það er óréttlæti sem er furðulegt að skuldarar, heimili og fyrirtæki, skuli hafa látið yfir sig ganga hingað til. Á því þarf nú að verða breyting og má ekki seinna vera. Koma þarf á sanngjörnu kerfi lánamála í landinu. Vilji er allt sem þarf til að koma hreyfingu á þau mál.


mbl.is Verðtryggð lán verði lækkuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband