Samstaða um íslenska almannahagsmuni í hnattvæddum heimi

Pistlahöfundurinn Páll Vilhjálmsson bendir á það í pistli sínum í dag að norskur fréttamiðill hafi metið tilsvör bankastjóra Seðlabanka Íslands nýverið um EES-samninginn að hann væri hreint “brjálæði”. Páll spyr í því ljósi hvort sama brjálæðið felist í hugsanlegum samningi við Evrópusambandið.

Þessar spurningar vekja athygli á “glóbaliseringu” eða hnattvæðingu efnahagslífsins yfirleitt og afleiðingum hennar fyrir nærsamfélagið í víðara samhengi.
Í ljósi samninga íslenskra stjórnvalda við EFTA 1970 og EES upp úr 1990 og algleymi hnattvæðingar undanfarna áratugi er við hæfi að spyrja sig hvað hafi valdið hruni iðnaðarins á t.d. Akureyri sem þar blómstraði um miðja 20. öld og enn kringum 1970.
 Hvort vildu Akureyringar og fleiri sem þannig háttar um hafa iðnaðinn sinn þar enn starfandi og blómstrandi, með heimafólki í launuðum störfum og rótgróna verkþekkingu, eða halda atvinnulausu fólki þar og annars staðar á landinu uppi með atvinnuleysisbótum og annarri félagslegri aðstoð eins og nú er?
Í hnotskurn er hið síðarnefnda (ásamt óhagræðinu af brottflutningi fólks) gjaldið sem nærsamfélagið greiðir nú fullu verði fyrir "ódýran" innflutningsvarning undanfarna áratugi.
Í ofanálag eru framleiðslutæki og verkþekking sem áður stóðu undir velmegun horfin á braut.
Sömuleiðis vald yfir eigin högum að umtalsverðu leyti.

Eftir fjármálahrunið hérlendis 2008 og gjaldeyrisþurrð ætti fólk að vera betur í stakk búið til að átta sig á raunverulegu verðmæti heimaframleiðslu þegar til lengri tíma er litið og í víðara samhengi en skammtímaávinnings.
Hverjir standa nú með pálmann, fyrrum laun og skattfé, í höndunum?
Er það atvinnulaust og sífækkandi heimafólk?
Er það vinnufólkið í Austurlöndum og víðar sem nú framleiðir hinn ódýra innflutningsvarning fyrir Vesturlönd á þrælakjörum og lúsarlaunum?
Hvað með fjölþjóðafyrirtækin? Hafa þau ekki komið hverjum þætti starfsemi sinni fyrir í þeim löndum sem þeim hentar og hagstæðast er frá þeirra eigin hagnaðarlega sjónarhorni, eðli málsins samkvæmt, allt frá öflun hráefna og úrvinnslu til sölu og dreifingar afurða og útgreiðslu arðs til eigenda sinna? Að hvaða leyti hirða þau um velferð nærsamfélagsins og þjóðríkja á hverjum stað? (Vissulega er þó ekki allt slæmt og fyrirtækin eru mismunandi að því leyti).
Að hvaða leyti hefur þessi þróun eflt nærsamfélagið á hverjum stað þar sem uppsprettur virðisaukningarinnar er að finna?

Ekki er að sjá annað en að skörp rýni hagfræðingsins John Kenneth Galbraith t.d. í bók hans Economics and the Public Purpose frá 1973 um þessi mál hafi komið illyrmislega fram í reynd síðan þá. (Galbraith var m.a. hagfræðiprófessor í Harvard og efnahagslegur ráðgjafi nokkurra forseta demókrata í Bandaríkjunum, þ.á.m. Kennedy).

Ekki er heldur hægt að segja annað en að á stefnuskrá hinna nýju stjórnmálasamtaka Samstöðu sé tekið vel á þessum og tengdum atriðum. Það sem ber að undirstrika er að efnahagsleg samskipti og viðskipti Íslands við útlönd séu á forsendum þjóðhagslegra almannahagsmuna Íslendinga.


mbl.is Samstaða er í skýjunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Björnsson

Þetta er vegn þess að í mörgum ríkjum skilja menn [meintir sérfræðingar] ekki hvernig PPP er reiknað út.   Það er reiknað á alþjóðgengisraunverðum verðum á öllu því sem seldist á síðast ári í öllu heimum. Til einföldunar ef Euroshopper eingar væru það eina sem Íslendingar hefðu selt á síðata ári er þetta einfallt.  Þá þá liggur meðal söluverð [raunverð] á einingu fyrir,  Ef ein. kostar 100 meðalgengiseinginar en selst hér á  110 einingar miðað sömu efturspurn [neyslu] þá er 10 ein.dregna frá, ef sama magn á neytenda seldist á 90 gengiseiningar, þá færu meira fyrir alla gjaldmila á Íslandi en annarstaðar í heiminum að meðatali og þá hefur ef þetta var lækkun á ársgrunvelli þá hefur gengi allra gjaldmiðla á Íslandsmarkaði styrkst.

Galdur hjá þjóðverjum með IQ er að tryggja hjá sér að raunvirði þess sem selst almennt haldist stöðugt. Þetta krefst mikils sjálfstjórnar aga og rökréttar hugsunar að skilja.   Ríki sjá í gegnum Ríki sem segjast græða mikið meira en önnur á sínum þegnum [heildarsölu] ef það felst í þvingaðri samkeppni og almennt lélegum kaupmætti.  Um vöruviðskipti í grunni EU þá byggist hann á fákeppni sem er bundin reglu verki og þar ríki stöðuleiki um hvað rekstrar aðilar leggja á vegna eigin vaxta og skatta. Í smásölu [neytenda] keppni borga er eru aðilar í þúsunum að keppa, og því áhætta mjög dreifð og meira svigrúm til frjálrar álagningar.  T.d. eru neytenda bankar [skammtíma neyslu lána] í USA um 60.000 og 1,0% af þeim eru 600 stykki sem fara á hausin á hverju ári. 
Langtíma Bankarekstrarfræði mun aldrei verða kennd, og hún alls alvega og fræði sem tengjast söluskatti.  Lærist greindum á því að alast upp í banka veggja og eða vera í góðum viðskiptum og hafa sérstaka greind til skilja hvað er örðuvísi. Það geri ég með ágætum.  Hinvegar ef lantíma örugg verðtyggingar formúla væri kennd almennt þá væru engir bankar til.  Þess vegna er augljóst að lög hér um verðtyggingu á huglægri ávöxtunarkröfu stangst á við common sense, og stjórnaskrá frá Dönum. Sem segir margt um H.Í.

Júlíus Björnsson, 14.2.2012 kl. 23:37

2 Smámynd: Júlíus Björnsson

 “glóbaliseringu” eða hnattvæðingu efnahagslífsins yfirleitt

hugtakið sem liggur hér að baki er mjög miskilið að 99% heims. Hér verið að tala um að opna öll ríki fyrir fjármagnsflutningum og lögfræðisamskiptum.  Economics:the branch of social science that deals with the production and distribution and consumption of goods and services and their management, vísinda sem þjóna toppnum sem tekur ákvarðanir í nafni sín eignaréttar.

political economy

n. social science that studies the relationships and interaction of economics and political and government policies; former name for economics 
Balance sheet staðfestir auknblikstöðu raunverlegra eigna og skulda sem augað alsjáandi handahafi bláu handarinnar, hefur heila til halda um án sérfræðinga. Viðskipti er meira en 7000 ára gömul og elstu heimildir um sígilt tvígáttar höfuðbókhald er frá Egyptum hinu fornu. Á 16. öldu vor gerðar kröfu um til slíkra heila, 100 % þjálfnum í talanaleikfimi, skilning á hlutföllum og samhenginu milli hlutfalla.  Hanskaupmenn forfeður mínir, kendu börnun sínum að lesa á þýsku, frönsku og ensku ásamt máli ríkisins sem þeir voru með rekstur í, Gríska og latína bættist svo við eftir fermingu.   Síðan voru allir fjölskyldumeðlimir í verklegri kennslu á hverjum degi. Norðulönd slökuð 100% á grunnnámskröfum upp úr 1966. Ekki þau ríki sem eru meiriháttar í dag nema 90%.  Þeir sem eru með forritin í heilanum þurfa ekki að bíða eftir svörum.  

Júlíus Björnsson, 15.2.2012 kl. 00:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband