6.1.2012 | 14:58
Andlegri getu opinberra starfsmanna hrakar - í Bretlandi
Takið eftir því að niðurstaða umræddrar rannsóknar um að andlegri getu fólks hraki eftir fertugt á einungis við um opinbera starfsmenn.
Fram kemur að rannsóknin hafi einungis tekið til opinberra starfsmanna en ekki annarra, svo sem hugsandi fólks í lífsbaráttu, frumkvöðla, einstaklinga með eiginn rekstur, verktaka og fólk almennt í einkageiranum sem er ennþá meirihluti starfandi fólks í þjóðfélaginu, listamenn og aðra hugvitsmenn sem þurfa að beita hugarafli sínu sér til uppihalds og til að komast af.
Af rannsókninni er ekki hægt að álykta að öðrum en opinberum starfsmönnum hraki andlega með hækkandi aldri eftir fertugt. Til þess þarf meiri rannsóknir.
Hitt er annað að aðrar rannsóknir hafa leitt líkur að því að eitt af því mikilvægasta sem hægt sé að gera til að seinka "eðlilegri" ellihrörnun (aldraðs) fólks andlega séð sé að halda huga þess sem mest uppteknum, t.d. með samtölum og upprifjun gamalla minninga með fjölskyldunni og hvers kyns andlegri iðju og fyrirhöfn.
Ef til vill vantar eitthvað á að huga opinberra starfsmanna í Bretlandi sé séð fyrir nægilega mikilli iðju og hugarstarfsemi við þau störf sem þeir eiga að sinna fyrir þjóðfélagið; Að það gæti e.t.v. verið hluti skýringar á báglegu ástandi starfsmannanna.
Eðlileg spurning er þá hvort þessi kvilli fyrirfinnist meðal opinberra starfsmanna í fleiri löndum þar sem þannig kann að hátta til.
Gæti t.d. aðgerðaleysi, sinnuleysi og þögn opinberra starfsmanna varðandi skilgreind hlutverk sín, þar sem slíkt kemur í ljós, verið vísbending um það?
Andlegri getu hrakar eftir fertugt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Lífstíll, Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 15:38 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.