4.1.2012 | 02:02
Fyrirbyggjandi eftirlit eða eftir-lit þegar skaðinn er skeður?
Það blasir auðvitað við hverjum heilvita manni að svona eftirlit, eins og Matvælastofnun á að hafa með höndum varðandi áburð, þarf að vera fyrirbyggjandi; Enda er kveðið á um það á verkefnalista stofnunarinnar, sbr. neðar.
Það er til lítils að taka sýni af áburði þegar hann er kominn í dreifingu á tún í sveitum eða greina sýni eftir á þegar áburðurinn er kominn á tún og jafnvel búið að slátra og éta búfénað sem át grasið og heyið af viðkomandi túnum og fólk búið að neyta meintra eiturefna í kjötafurðunum.
Sýni þarf að taka og greina áður en áburðurinn fer í dreifingu, alveg eins og háttar til um greiningu og athugun lyfja fyrir menn og dýr hjá Lyfjastofnun áður en lyfin fá markaðsleyfi og fara í sölu hérlendis.
Ekki ætti að vera erfiðara að hafa eftirlit með innflutningi á áburði heldur en kjötvörum, nema síður sé!
Það sem maður spyr sig um er hvort þetta meinta aðgerðaleysi, um að stöðva ekki sölu og notkun hins meinta eitraða áburðar og þagnar um málið í kjölfarið samkvæmt fréttum í dag, sé um að kenna einhverjum mistökum hjá Matvælastofnun, og hverjum þá, eða skorti á laga- og regluramma þar að lútandi. Hefur stofnuninni ekki tekist að uppfylla öll gildi sín af einhverjum ástæðum, t.d. "árvekni", sem er tilgreint þar efst á lista?
Skortir e.t.v. líka eftirlit með eftirlitsstofnuninni?
Á vefsetri MAST segir um hlutverk stofnunarinnar:
"Matvælastofnun sinnir stjórnsýslu, eftirliti, fræðslu og þjónustu við sjávarútveg, landbúnað, fyrirtæki og neytendur í þeim tilgangi að stuðla að heilbrigði og velferð dýra, heilbrigði plantna og öryggi, heilnæmi og gæðum matvæla."
Um verkefni MAST segir þar ennfremur:
"MAST vinnur að matvælalöggjöf í samvinnu við ráðuneytið og á þetta við um löggjöf í allri fæðukeðjunni, þ.e. frá heilbrigði og velferð dýra, þ.m.t. sjávarafurða, plöntuheilbrigði, fóðri, vinnslu og dreifingu og þar til matur er borinn á borð neytenda. Stofnunin fer með eftirlit með frumframleiðslu búfjárafurða, sláturhúsum og kjötvinnslum sem þeim tengjast, eftirlit með sjávarafurðum og allt inn- og útflutningseftirlit með matvælum. MAST fer einnig með yfirumsjón með matvælaeftirliti á vegum heilbrigðiseftirlits sveitarfélaga og eftirlit með störfum dýralækna sem veita almenna dýralæknaþjónustu. Einnig fer stofnunin með fóðureftirlit og önnur verkefni eins og sjá má á eftirfarandi lista yfir helstu verkefni MAST".
Hagsmunir bænda og neytenda í húfi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Matur og drykkur, Stjórnmál og samfélag, Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 02:17 | Facebook
Athugasemdir
Er þetta ekki bara málið, raunverulegt eftirlit hefur ávallt skort hér á landi, of margir áskrifendur af launum.
Sandy, 4.1.2012 kl. 07:44
Við þetta, og pistilinn í gær um aðgerðaleysi MAST, má bæta að það er ekki á ábyrgðasviði Matvælastofnunar að tryggja íslenskum landbúnaði aðföng á áburði, eins og starfsmaður stofnunarinnar nefndi sem ein rök fyrir því að aðhafast ekki við að stöðva dreifingu umrædds Sprettu-áburðar; Hann benti á að þá hefði dregist að bændur gætu borið á tún sín. Það hefði vissulega dregist eitthvað, en það er bara ekki vandamál Matvælastofnunar. Þessi "rök" stofnunarinnar hljóma því eins og fráleitt yfirklór eins og rök hennar um "eftirlits-vild" gagnvart innflytjanda Sprettu-áburðarins um að svona lagað hefði ekki gerst áður hjá honum.
Kristinn Snævar Jónsson, 4.1.2012 kl. 18:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.