Hver er tilgangurinn með eftirliti Matvælastofnunar?

Þau atriði sem koma fram í fréttinni sem rök Matvælastofnunar fyrir því að stöðva ekki dreifingu áburðar sem talinn er skaðlegur heilsu manna og jafnvel krabbameinsvaldandi eru þvílík steypa að furðu sætir.

Rökleysan í útskýringum MAST fyrir því að stöðva ekki dreifingu áburðarins er yfirþyrmandi:
Svona mengun í áburði "hefði ekki gerst áður" hjá viðkomandi innflytjanda, og að í kjölfar gossins í Grímsvötnum "hefði ekki þótt ábætandi að valda frekari erfiðleikum og hugsanlegum áburðarskorti"!

Felst eftirlit MAST í einhverju öðru en að verja heilsu og hagsmuni neytenda, eða á sjónvarpsfrétt RÚV í kvöld 3.1.2012 um krabbameinsvaldandi efni í áburðinum ekki við rök að styðjast?


mbl.is MAST upplýsti ekki um mengun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhjálmur Stefánsson

þeir virða meir admælarétt Skeljungs =Sjell,heldur en heilsu Landsmanna.

Vilhjálmur Stefánsson, 3.1.2012 kl. 23:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband