Takk fyrir tónlist Bítlanna

Gleðilegt ár. Það er við hæfi að hefja blogg á nýju ári með athugasemdum um gleðiefni.

Ég vil benda fólki á að hljómsveitin The Beatles átti hvorki meira né minna en 27 lög númer eitt, efst, á helstu vinsældalistum tónlistar í Bretlandi (Reord Retailer) og Bandaríkjunum (Billboard), sbr. plötuhulstur á geisladisknum The Beatles 1, útg. 2000. Geri aðrir betur!!!
Hvað segir það um gæði laganna, útsetningar og flutning, en fyrst og fremst að öllu samantöldu skemmtigildi að mati almennra hlustenda í þessum löndum og þótt víðar væri leitað um heim allan?
Þessi lög og flest önnur með Bítlunum hafa þannig fallið gjörsamlega að tónlistarsmekk meirihluta hlustenda er þau voru gefin út og þar í framhaldi.

Hverjir komast ekki í gott skap og hverjum líður ekki betur á einhvern hátt við að hlusta á t.d. þessi vinsælustu lög Bítlanna? 

Mér sýnist að þeir tónlistarsérvitringar sem hafa tónlistarsmekk í algjörri andstöðu við almenna hlustendur og ofangreinda vinsældalista og tjá sig í þá veru (sbr. nokkrar athugasemdir á bloggi Ómars Ragnarssonar um þessa frétt) megi telja í hópi með hinum mistæka tónlistarspekúlanti Decca sem kom ekki auga á það sem fólst í Bítlunum. Þetta er þeirra persónulega álit og smekkur og sitja þeir uppi með það.

Sem betur fer hafði snillingurinn George Martin upptökustjóri Parlophone og Brian Epstein umboðsmaður, sem "uppgötvuðu" Bítlana eftir að þeir komu bónleiðir en bjartsýnir frá Decca, annan tónlistarsmekk og sem var/er í meira samræmi við vinsældalíkur tónlistar og flytjenda meðal almennings.

Aðdáendur Bítlanna og ómetanlegrar og óviðjafnanlegrar tónlistar þeirra um framtíð alla eru þeim vægast sagt afar þakklátir.


mbl.is „Maðurinn sem hafnaði Bítlunum“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband